A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
10.09.2017 - 10:36 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Fréttablaðið,Björn Ingi Bjarnason

Allir elska góðar sögur

Sýningin er byggð upp sem nokkurs konar samtal milli Heru og langalangömmu hennar. Hera leikur bæði hlutverkin og talsvert fleiri persónur sem koma fyrir. MYND/GÚSTI
Sýningin er byggð upp sem nokkurs konar samtal milli Heru og langalangömmu hennar. Hera leikur bæði hlutverkin og talsvert fleiri persónur sem koma fyrir. MYND/GÚSTI

Í kvöld, 10. september 2017,  verður einleikurinn Fjallkonan frumsýndur í Tjarnarbíói. Verkið er byggt dýrfirskri langalang- ömmu höfundar og leikara einleiksins sem var mikill frumkvöðull og fór sínar eigin leiðir í lífinu.

Einleikurinn Fjallkonan var frumsýndur á Act Alone leiklistarhátíðinni á Suðureyri í ágúst og fékk þar mjög góðar viðtökur meðal áhorfenda. Í kjölfarið ákvað höfundur og leikari sýningarinnar, Hera Fjord, að setja hana upp í Tjarnarbíói í Reykjavík þar sem hún verður frumsýnd á sunnudag.

Fjallkonan fjallar um langalangömmu Heru sem hét Kristín Dahlstedt úr Dýrafirði og var veitingakona í 50 ár en hún rak meðal annars veitingahús og gistiheimili frá árinu 1905, oftast undir nafninu Fjallkonan.

„Langalangamma mín var frumkvöðull og nútímakona sem gerði hlutina algjörlega eftir sínu eigin höfði, bæði í vinnu og einkalífinu. Það var kannski það sem var óvenjulegt við hana og að hún hafði ekki áhyggjur af því hvað öðrum fannst, spurði engan álits. Svo var hún ótrúlega kjörkuð, tók oft áhættu og stóð og féll með sjálfri sér.“

Hera útskrifaðist fyrir rúmlega tveimur árum frá Kogan Academy of Dramatic Arts í London og segist hafa fengið hugmyndina að Fjallkonunni þegar styttist í útskrift. „Ég hafði ekki áður haft svo mikinn áhuga á sögu langalangömmu minnar en þarna var ég, ung kona, að hefja lífið og ekki alveg viss hennar og langalangömmu sinnar. „Ég skoða sögu hennar en á sama tíma spegla ég mig í henni. Hvort ég sé eitthvað lík henni og hvað sé ólíkt í því hvernig ég geri og upplifi hlutina. Ég leik okkur báðar og talsvert fleiri persónur sem koma fyrir og þetta er svolítið saga okkar beggja.“

Góð viðbrögð á Act Alone í ágúst hafa að hennar sögn hvatt hana áfram til að sýna einleikinn sem víðast. „Mig langar til að fara með hana um land allt og erlendis líka. Ég held að fólk njóti sýningarinnar af því að við elskum öll sögur. Að fá að heyra af lífi annars fólks, hugsanir þeirra og upplifanir og komast þá í rauninni að því hvað við eigum öll mikið sameiginlegt. Það er þetta mannlega sem mér finnst mest spennandi við leikhúsið, þetta sammannlega sem tengir okkur öll.“

Gott teymi

Auk Heru koma þær Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Eva Björg Harðardóttir og Sigrún Harðardóttir að sýningunni. „Ragnheiður kom inn í byrjun árs sem dramatúrg og leikstjóri og er búin að vera alveg ómetanleg. Hún er hvetjandi, jákvæð með næmt auga og gott að vinna með. Eva hannaði og gerði leikmynd og búninga. Hún er búin að vera með frá byrjun og leggur svo mikinn metnað og ástríðu í vinnu sína að mér finnst ég vera virkilega heppin að hafa hana með. Sigrún skapar síðan allan hljóðheiminn og færir okkur með honum aftur á veitingastaði Fjallkonunnar þegar þeir voru í sem mestu stuði. Það er æðisleg tónlist í sýningunni.“

Næst á dagskrá er að sýna Fjallkonuna víða um land og þýða verkið yfir á ensku. „Ég hlakka til að sýna í Tjarnarbíói enda frábært leikhús og ég vona að sem flestir sjái okkur þar. Ég lofa einlægri og vandaðri sýningu. Auk Fjallkonunnar eru einhver verkefni fram undan farin að mótast sem ég er ekki alveg farin að tala um. Á meðan held ég áfram í að æfa mig í að leyfa lífinu bara að gerast.“

Fjallkonan verður frumsýnd í Tjarnarbíói kl. 20.30 í kvöld, 10. september 2017.

______________________________________________________________________


Flytur einleik um langalangömmu sína

Einleikurinn Fjallkonan eftir leikkonuna Heru Fjord, sem var frumsýndur á einleikjahátíðinni Act Alone 10. ágúst sl. á Suðureyri, verður fluttur í Tjarnarbíói í kvöld, sunnudaginn 10. september 2017.

Verkið fjallar um ævi Kristínar Dahlstedt veitingakonu sem fæddist árið 1876 í Botni í Dýrafirði. Kristín fór 18 ára til Danmerkur þar sem hún lærði um matseld og veitingarekstur en kom aftur til Íslands árið 1905 og rak eigin veitinga- og gistiheimili í Reykjavík í hálfa öld, lengst af undir nafninu Fjallkonan á Laugaveginum.

Hera Fjord flytur verkið auk þess að skrifa það en hún er langalang- ömmubarn Kristínar og hefur kynnt sér sögu hennar vel en leikstjóri verksins er Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. 




 

 

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30