A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
11.09.2017 - 07:33 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Reru frá Noregi til Orkneyja, Færeyja og Íslands

Fjölskyldan. Eyþór og Ingrid, eiginkona hans, ásamt Írisi Anítu og Alex, og Gunnari og Bergrós Ýri.
Fjölskyldan. Eyþór og Ingrid, eiginkona hans, ásamt Írisi Anítu og Alex, og Gunnari og Bergrós Ýri.
« 1 af 3 »

Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi – 50 ára.

 

Eyþór Eðvarðsson fædd­ist á Suður­eyri við Súg­anda­fjörð 11. september 1967 og ólst þar upp. Hann byrjaði ung­ur í fisk­vinnslu, stundaði sjó­mennsku og al­menn verka­manna­störf.

Eyþór gekk í grunn­skól­ann á Suður­eyri, sótti 9. bekk­inn á Núp í Dýraf­irði, fór í Fjöl­brauta­skól­ann á Sauðár­króki en út­skrifaðist frá Fjöl­braut í Breiðholti 1988. Hann lauk BA-prófi í sál­fræði frá HÍ 1993 og MA-prófi í vinnusál­fræði frá Vrije Uni­versi­teit í Amster­dam árið 1996.

Eyþór var bú­sett­ur í Hollandi á ár­un­um 1993-99, starfaði hjá De Baak, stjórn­un­ar­skóla hol­lenska vinnu­veit­enda­sam­bands­ins, 1996-99 og var rit­stjóri tíma­rit­anna Baak­berichten og Mana­gementwijzers.

Eft­ir að Eyþór var kom­inn heim stofnuðu hann og eig­in­kona hans, Ingrid Ku­hlm­an, fyr­ir­tækið Þekk­ing­armiðlun árið 2002 og hafa þau starf­rækt það síðan.

Eyþór sat í stjórn og var formaður Súg­f­irðinga­fé­lags­ins 2011-2015 og er formaður Forn­minja­fé­lags Súg­anda­fjarðar frá stofn­un 2014, en fé­lagið byggði sjó­búð að þúsund ára gam­alli fyr­ir­mynd í sum­ar. Þá er hann einn af stofn­end­um Par­ís 1,5 bar­áttu­hóps um aðgerðir í lofts­lags­mál­um.

Eyþór hef­ur mikl­ar áhyggj­ur af lofts­lags­breyt­ing­um af manna völd­um og um­hverf­is­mál­um al­mennt. Hann er mik­ill áhugamaður um Íslands­sögu, sögu Nor­egs, Hjalt­lands­eyja og Orkn­eyja, þjóðhætti og þjóðtrú í þess­um lönd­um og tengsl þeirra við Ísland. Hann hef­ur unnið að vernd­un strand­m­inja og er af­skap­lega veik­ur fyr­ir ör­nefn­um og leynd­ar­mál­um þeirra: „Ég er með heift­ar­lega ör­nefna­dellu og hef haft hana lengi. Örnefni eru merkimiðar á kenni­mörk manna í nátt­úr­unni og skiptu mjög miklu máli hér áður fyrr. Ég get velt því fyr­ir mér enda­laust hvernig ör­nefni urðu til og hvaða merk­ing ligg­ur að baki þeim. Dæmi um ör­nefni sem ég hef hugsað mikið um er fjallið Ösku­bak­ur í Súg­andafirði, sem er lík­lega sænskt og merk­ir eyja og sker.

Eyþór vann það þrek­virki, ásamt þrem­ur fé­lög­um sín­um, að róa frá Nor­egi til Orkn­eyja og þaðan til Fær­eyja, en næsta sum­ar luku fé­lag­ar hans ferðinni með því að róa frá Fær­eyj­um til Íslands:

„Þetta hafði nokkr­um sinn­um verið reynt en aldrei heppn­ast fyrr, eft­ir því sem best er vitað. Bát­ur­inn var með lokað rými í skut þar sem tveir gátu sofið í einu, og smá lokuðu rými í stafni. Við lögðum af stað frá Stafangri í Nor­egi á þjóðhátíðar­degi Norðmanna, 17. maí, á svo­kölluðum opn­um út­hafsróðrabáti og luk­um fyrri áfang­an­um í Fær­eyj­um í ág­úst­mánuði.

Ekk­ert skip fylgdi okk­ur en við vor­um með vandaðan björg­un­ar­búnað og staðsetn­ing­ar­tæki og vor­um stöðugt í góðu fjar­skipta­sam­bandi, auk þess sem veður­fræðing­ur var hafður með í ráðum. Ferðin vakti ekki mikla at­hygli hér á landi en þeim mun meiri at­hygli í Nor­egi og á Hjalt­lands­eyj­um. Hún var tvö ár í und­ir­bún­ingi, var kostnaðar­söm og krafðist geysi­legr­ar lík­am­legr­ar áreynslu í lang­an tíma. En hún var eft­ir­minni­leg og það er virki­lega gam­an að hafa tekið þátt í þessu æv­in­týri.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Eyþórs er Ingrid Ku­hlm­an, f. 3.5. 1968, fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­armiðlun­ar. For­eldr­ar henn­ar: Els Ku­hlm­an, f. 7.8. 1944, versl­un­ar­maður í Hollandi, og Ant­on Ku­hlm­an, f. 4.1. 1938, d. 11.4. 2002, Els er í sam­búð með Kees Smit prent­ara.

 

Börn Eyþórs og Ingrid eru Gunn­ar Eyþórs­son, f. 15.10. 1992, bif­véla­virki, en unn­usta hans er Bergrós Ýr Ólafs­dótt­ir, og Íris Aníta Eyþórs­dótt­ir, f. 31.7. 1994, nemi í sál­fræði við HÍ, en unnusti henn­ar er Alex W. Creg­ten.

Systkini Eyþórs eru Erla Eðvarðsdótt­ir, 15.4. 1963, skrif­stofumaður, bú­sett í Hafnar­f­irði; Sturla Gunn­ar Eðvarðsson, f. 16.10. 1964, fram­kvæmda­stjóri, bú­sett­ur í Kópa­vogi; Sigrún Edda Eðvarðsdótt­ir, f. 20.7. 1971, verk­efna­stjóri, bú­sett á Álfta­nesi; Elsa Eðvarðsdótt­ir, f. 5.7. 1978, fram­kvæmda­stjóri, bú­sett í Garðabæ, og Karl Ein­ars­son, f. 21.2. 1963, sölumaður, bú­sett­ur í Reykja­vík.

For­eldr­ar Eyþórs eru hjón­in Eðvarð Sturlu­son, f. 23.3. 1937, bif­reiðastjóri, og Arn­björg Bjarna­dótt­ir, f. 4.10. 1943, hús­freyja. Þau eru bú­sett í Hafnar­f­irði.

 

Morgunblaðið.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31