A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
22.09.2017 - 06:59 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Af léttara taginu að vestan: - Einn góður úr Auðkúluhreppi

Tjaldanes í Arnarfirði.
Tjaldanes í Arnarfirði.

Smalinn


Oddur á Gili kvað þennan fyrripart og er þar vitnað í smalaferð Gunnlaugs Sigurjónssonar fram á Tjaldanesdal í Arnarfirði, en þá bjó hann á Tjaldanesi:


Fór að smala fram til dala


Frækinn halur Gunnlaugur.


Karl Júlíusson frá Karlsstöðum í Arnarfirði, þá vinnumaður á Tjaldanesi, botnaði:


Kófsveittur í svitabaði


og hundurinn alveg ónýtur!


   Þessi kveðskapur fór víst fram í sláturhúsinu á Þingeyri á sínum tíma.

...
Meira
21.09.2017 - 19:38 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Útvarpspistill: - „Við sautjándu aldar mennirnir hlustum yfirleitt á alla fréttatíma í útvarpinu!“

Bjarki Kaldalóns Friis á ungum aldri. (Af vefsíðu).
Bjarki Kaldalóns Friis á ungum aldri. (Af vefsíðu).

Við sautjándu aldar mennirnir hlustum yfirleitt á alla fréttatíma í útvarpinu. Það er eins og Guðmundur vinur okkar Friðgeir sagði stundum þegar þetta barst í tal: „Maður þarf að vita hvort það er kominn heimsendir!“


   Og svo eru það náttúrlega veðurfregnirnar, einkanlega kl. 10,10 á morgnana. Þá fær maður fréttir af því hvort mesta úrkoman síðasta sólarhring hafi verið í Hólum í Dýrafirð. Það er býsna oft sem það kemur fyrir!


   Hann Bjarki Kaldalóns Friis les stundum veðurfregnir. Hann er titlaður náttúruvársérfræðngur hjá Veðurstofuunni. Það er bara tilbreyting að heyra hann lesa. Eiginlega mjög gaman. Bjarki er greinilega af útlendu bergi brotinn eins og fleiri sem koma þar við sögu. Það er hið besta mál. Þegar Bjarka Kaldalóns verður eitthvað á í íslenskunni segir hann snögglega: Fyrgefðu. Svo leiðréttir hann sig bara. Það væri ekkert betra þó hann segði afsakið. Hann lærir það bara seinna. 

...
Meira
21.09.2017 - 17:39 | Blábankinn á Þingeyri,Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

FJÖLMENNI VIÐ OPNUN BLÁBANKANS Á ÞINGEYRI

Sigmundur Þórðarson íbúi á Þingeyri flutti ávarp við opnun Blábankans á Þingeyri í gær og lýsti mikilli ánægju með þetta framtak og hann bindur mikla vonir við starfsemina
Sigmundur Þórðarson íbúi á Þingeyri flutti ávarp við opnun Blábankans á Þingeyri í gær og lýsti mikilli ánægju með þetta framtak og hann bindur mikla vonir við starfsemina
« 1 af 2 »

Sigmundur Þórðarson íbúi á Þingeyri flutti ávarp við opnun Blábankans á Þingeyri í gær og lýsti mikilli ánægju með þetta framtak og hann bindur mikla vonir við starfsemina. Sigmundur sagði að bylting væri framundan í samfélaginu þegar Dýrafjarðargöng opnast og margt jákvætt að gerast.
Hér má horfa á upptöku af ávarpi Sigmundar.


Arna Lára Jónsdóttir og Þórarinn Gunnarsson frá Nýsköpunarmiðstöð óskuðu Dýrfirðingum til hamingju með þessa samfélagsmiðstöð sem Blábankanum er ætlað að vera. Hugmyndin kom upphaflega frá forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar en hefur þróast og þroskað í meðförum þeirra aðila sem að hafa komið.


Stofnendur Blábankans eru Vestinvest, Ísafjarðarbær og Simbahöllin en bakhjarlar og samtarfsaðilar eru, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Landsbankinn, Arctic Fish, Snerpa, Ísafjarðarbær, Simbahöllin, Verkvest, Vestinvest ehf, PricewaterhouseCoopers og Pálmar Kristmundsson.

...
Meira
21.09.2017 - 12:43 | Dýrfirðingafélagið,Bergþóra Valsdóttir

Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 30. september 2017

Laugardaginn 30. september 2017 verður árshátíð Dýrfirðingafélagsins haldin í Stangarhyl 4. Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00.

Veislustjórar eru þau Ýlfa Proppé Einarsdóttir og Steinþór Tómasson. Flutt verður minni Dýrafjarðar, skemmtiatriði og fjöldasöngur ásamt hinu vinsæla happdrætti verða á sínum stað.
Maturinn er frá Jóhannesi Oddi Bjarnasyni og ekki af verri endanum. Í forrétt er hörpuskel; reyktur lax og tígrisrækja. Í aðalrétt er boðið upp á kryddjurtamarinerað lambalæri með gratín kartöflu, rótargrænmeti, fersku salati og skógarsveppakremsósu. Þessu skolum við svo niður með góðum kaffisopa og konfekti.
Hljómsveitin Delta leikur fyrir dansi frá kl. 22:00.

Matur og ball á kr. 6.900,- sem er óbreytt frá í fyrra. Þeir sem vilja koma á ballið greiða kr. 2.000,-
Skemmtinefnd og stjórn verða með barsölu, eins og nokkur undanfarin ár, þar sem drykkir verða seldir á hagstæðu verði.
Forsala verður þriðjudaginn 26. september milli kl. 18:00 og 19:00 í Stangahyl 4. 
Borðapantanir hjá Önnu Lilju Torfadóttur eftir kl. 16:00 í síma 898-8262 og á póstfangið alt68@simnet.is...
Meira
20.09.2017 - 20:43 | Vestfirska forlagið,Snerpa,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

BLÁBANKINN Á ÞINGEYRI OPNAði Í DAG

Frá opnum Bláabankans á Þingeyri í dag. Ljósm.: Snerpa.
Frá opnum Bláabankans á Þingeyri í dag. Ljósm.: Snerpa.
« 1 af 3 »

Samfélagsmiðstöðin Blábankinn á Þingeyri opnaði formlega í dag, miðvikudaginn 20. september 2017 með hátíð sem hófst kl. 16:00. 
Þar var verkefnið kynnt og ávörp flutt. Að ávörpum loknum bauð Íþróttafélagið Höfrungur gestum upp á grillaðan fisk. 


Blábankinn er nýsköpunar- og þjónustumiðstöð sem heldur utan um bankaþjónustu Landsbankans á Þingeyri og er tenging íbúa við ýmsa þjónustu Ísafjarðarbæjar. Blábankinn er samvinnuverkefni opinberra stofnanna og einkaaðila.


Blábankinn mun bjóða uppá sköpunarrými í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð sem og samvinnurými með skrifborðum í tímabundinni útleigu. Í Blábankanum getur fólk hist og rætt saman yfir kaffi, unnið saman, framleitt, öðlast þekkingu, færni, lært og skapað.


Markmið Blábanka þjónustukjarna er að hægt verði að bjóða upp á grunnþjónustu í smærri byggðarlögum sem eykur lífsgæði íbúanna sem og að koma á fót atvinnu- og þekkingarsetri á Þingeyri.


 
...
Meira
20.09.2017 - 20:31 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Aðalheiður Hólm

Aðalheiður Hólm (1915 - 2005).
Aðalheiður Hólm (1915 - 2005).
Aðal­heiður Pálína Sig­ur­g­arðsdótt­ir Hólm Spans, oft­ast kölluð Heiða Hólm, fædd­ist á Ey­steins­eyri við Tálkna­fjörð 20. sept­em­ber árið 1915.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Vikt­oría Bjarna­dótt­ir frá Tálknafirði, f. 25.2. 1888, d. 7.10. 1863, hús­freyja á Ey­steins­eyri og Bíldu­dal, síðar for­stöðukona og kaup­kona í Reykja­vík, og Sig­ur­g­arður Sturlu­son frá Vatns­dal, f. 14.5. 1867, d. 26.3. 1932, bóndi og kenn­ari á Ey­steins­eyri, síðar smiður á Bíldu­dal.

Aðal­heiður gift­ist árið 1944 Wug­bold Spans loft­skeyta­manni og seinna upp­lýs­inga­full­trúa við Há­skóla­sjúkra­húsið í Utrecht í Hollandi. Þau eignuðust þrjú börn, Vikt­oríu Spans óperu­söng­konu, Sturlu og Pieter.

...
Meira
20.09.2017 - 17:29 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Að fortíð skal hyggja: - „Það er ekki fyrir sofandi mann að búa á Rauðsstöðum“ - 3. grein

Hjónin á Rauðsstöðum, Þórarinn Ólafsson og Sigurrós Guðmundsdóttir. Með þeim á myndinni eru Sigríður Guðmundsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir frá Hjallkárseyri. Ljósm. úr fórum Gunnars Þórðarsonar frá Borg.
Hjónin á Rauðsstöðum, Þórarinn Ólafsson og Sigurrós Guðmundsdóttir. Með þeim á myndinni eru Sigríður Guðmundsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir frá Hjallkárseyri. Ljósm. úr fórum Gunnars Þórðarsonar frá Borg.
« 1 af 2 »

Rauðsstaðir voru mikil heyskaparjörð. Var þar kallað tólf karla engi að fornu mati og talið að aðeins þrjár jarðir á Vestfjörðum hefðu haft svo stórt engi.


   „Fremsti engjabletturinn í Rauðsstaðalandi heitir Fjarðarmýrar. Voru þær taldar álagablettur sem ekki mátti slá. Árin 1885-1892 bjó á Rauðsstöðum bóndi, sem hét Jón Björnsson. Hann hafði litla trú á þessu, og eitt sinn er heimaslægjur brugðust, sló hann þarna. Fóðraði hann lömb á heyinu og setti 35 á í vetrarbyrjun, en á jólum voru aðeins 6 lifandi.Vissi hann ekki, af hverju lömbin fórust. Ekki sló hann þar oftar.“


   Svo segir Þórður Njálsson, bóndi á Auðkúlu, í grein sinni um Auðkúluhrepp í Árbók Ferðafélags Íslands 1951.
 Ekki var heiglum hent að búa á Rauðsstöðum. Þar er allra veðra von, allan ársins hring. Rauðsstaðabændur áttu það á hættu að sjá á eftir heyjum sínum út á Borgarfjörð ef svo veltist á sumrin. Koma þar stundum miklir vindsveipir eða þyrilstrókar. Rafmagnsstaurar eru margir á Rauðsstöðum. Hafa þeir oft brotnað eins og eldspýtur í gegnum tíðina. Nokkuð af rafmagnslínum þar eru reyndar komnar í jörð ef við munum rétt.

...
Meira
20.09.2017 - 06:54 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið,Halldór Gunnarsson í Holti

Ný viðfangsefni og nokkrar staðreyndir

Halldór Gunnarsson f.v. prestur að Holti undir Eyjafjöllum.
Halldór Gunnarsson f.v. prestur að Holti undir Eyjafjöllum.
Víða bíða viðfangs­efni úr­lausn­ar sem þarf að tak­ast á við með nýj­um hug­mynd­um og úr­lausn­um og ábyrgð allra þeirra sem kosn­ir verða til nýs Alþing­is.
Standa verður við kosn­ingalof­orð og ná verður fram breyt­ingu á stjórn­ar­skrá lands­ins, þar sem þjóðin hafi aðkomu að erfiðustu úr­lausn­ar­efn­un­um, sem ekki hef­ur verið unnt að leysa með full­trúa­lýðræði. Breyta verður líf­eyr­is­sjóðakerfi þar sem launþegar koma ekki að stjórn og lág­launa­fólk nýt­ur einskis, þótt greitt hafi í líf­eyr­is­sjóð all­an starfs­tíma sinn. Fisk­veiðistjórn­un­ar­mál­um verður að breyta til að reyna að ná þar fram meiri sátt. Heilsu­gæslu og mennta­kerfi verður að breyta og styrkja. Og það verður að rétta hlut þeirra mörgu, sem búa við sára fá­tækt með mis­mun­un og of­ur­skatt­lagn­ingu. Svona mætti lengi telja.

 


Staðreynd­ir um mis­mun­un

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31