23.09.2017 - 08:47 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Elfar Logi Hannesson,Björn Ingi Bjarnason
Örn Gíslason (1939 - 2017).
Örn Gíslason fæddist í Jónshúsi á Bíldudal 6. febrúar 1939. Hann lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði 15. september 2017.
Foreldrar hans voru Sigríður Ágústsdóttir frá Bíldudal, f. 23.5. 1914, d. 15.2. 1990, og Gísli Guðmundsson frá Tálknafirði, f. 13.7. 1908, d. 17.2. 1943. Seinni maður Sigríðar er Gunnar Þórðarson, f. 9.8. 1922, hann gekk sonum Sigríðar í föðurstað. Bróðir Arnar er Ágúst Gíslason, f. 5.12. 1941.
Þann 3.8. 1963 giftist Arnar Valgerði Jónasdóttur, f. 16.9. 1944.
Dætur þeirra eru:
1) Bríet Arnardóttir, f. 23.4. 1968, eiginmaður hennar er Smári Gestsson og synir þeirra eru a) Örn, f. 21.11. 1987, hann á soninn Sæþór Ólaf, f. 21.1. 2011, b) Magni, f. 18.1. 1993 c) Valur, f. 24.9. 1995.
2) Sigríður Arnardóttir, f. 14.9. 1971, eiginmaður hennar er Guðm. Örvar Hallgrímsson og dætur þeirra eru a) Urður Vala, f. 1.3. 2003 b) Agnes Gígja, f. 12.10. 2005 c) Sunna Bríet, f. 10.12. 2008.
3) Tumi Arnarson, f. 3.10. 1978, dáinn sama dag.
4) Arna Margrét Arnardóttir, f. 16.2. 1986, sambýlismaður hennar er Siggeir Guðnason og börn þeirra eru a) Jóhanna Kristín, f. 27.6. 2010 b) Snæbjörn Tumi, f. 28.8. 2014.
Öddi og Ági bróðir hans ólust upp á Bíldudal í faðmi móður sinnar og systkina hennar. Öll sumur var hann í Tálknafirði hjá föðurömmu sinni og afa og Einari föðurbróður. Hann gekk í Barnaskóla Bíldudals, var í stúku hjá sr. Jóni Kr. Ísfeld og í héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði.
...
Meira