A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
17.09.2017 - 20:05 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Flokkur fólksins býður fram í öllum kjördæmum

Inga Sæland.
Inga Sæland.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins gerir ráð fyrir að leiða lista í Reykjavíkurkjördæmi suður en flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum í komandi Alþingiskosningum. Kosningabarátta flokksins er hafin. 

Formlega var blásið til kosningabaráttu í vöfflukaffi hjá Flokki fólksins í dag. Flokkurinn mældist með tæplega ellefu prósenta fylgi í þjóðarpúlsi Gallup í byrjun september og fengi samkvæmt því sjö þingmenn.

 

Inga Sæland formaður segir að boðið verði fram í öllum kjördæmum. Hvenær var það ákveðið? „Það var bara ákveðið 2016 í janúar þegar ákveðið var að stofna Flokk fólksins.“

 

„Hvar verður þú á lista? Ég býst við að ég verði eins og síðast, þá leiddi ég lista í Reykjavíkurkjördæmi suður en við erum svo sem ekki ennþá búin að koma öllu því forminu í réttar skorður.“

 

Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum. Inga segir að engar reglur séu um kynjaskiptingu á listunum og ekki sé tímabært að nefna þá sem koma til með að leiða flokkinn í öðrum kjördæmum.

 

„Við stöndum mun betur að vígi núna en við gerðum í fyrra og erum mun betur undirbúin til að takast á við þetta verkefni sem að er að fara í kosningabaráttuna sem að í rauninni hefur aldrei hætt hjá okkur. Við erum búin að vera í henni alveg frá því við stofnuðum flokkinn og höfum aldrei látið deigan síga.“

 

Flokkur fólksins býður líka fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. „Ég hef alltaf stefnt á landsmálin.“ Þannig að þú tekur þau fram yfir? „Já það geri ég.“

 

Inga segir að oftar en ekki beri þeir flokkar sem farið hafa í stjórn með Sjálfstæðisflokknum skarðan hlut frá borði. „Auðvitað ber maður bara virðingu fyrir hvaða ákvarðanir, eins og í þessu tilviki Björt framtíð er að taka í sínum málefnum, og í þessu tilviki vegna þess að þeir sjá bara að það er við ramman reip að draga, og þeir eru að uppskera í sinum eigin ranni óánægju með þetta samstarf.“

 

„Allir þeir sem vilja taka utan um almannahag og aðstoða okkur á þeirri vegferð að útrýma fátækt og afnema verðtryggingu og okurvexti, og því sem við erum að kalla eftir, að auðvitað munum við vilja vinna með hverjum sem það vilja gera.“


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30