A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
23.09.2017 - 08:39 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Sigrún Guðmundsdóttir - Fædd 2. júní 1920 - Dáin 14. september 2017 - Minning

Sigrún Guðmundsdóttir (1929 - 2017).
Sigrún Guðmundsdóttir (1929 - 2017).
Sigrún Guðmunds­dótt­ir fædd­ist á Ísaf­irði 26. júní 1929. Hún lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut 14. sept­em­ber 2017.

For­eldr­ar henn­ar voru Guðmund­ur G. Kristjáns­son frá Meiri-Garði í Dýraf­irði, f. 23. janú­ar 1893, d. 4. nóv­em­ber 1975, og Lára Ingi­björg Magnús­dótt­ir frá Sauðár­króki, f. 19. júlí 1894, d. 15. júlí 1990.

Sigrún var eina stúlk­an í hópi sjö bræðra: Magnús, 1916-1918, Ólaf­ur, 1918-1982, Magnús, 1920-1941, Kristján Sig­urður, 1922-2003, Páll Stein­ar, 1926-2015, Har­ald­ur, 1928-1935, og Lár­us Þor­vald­ur, f. 1933, sem einn lif­ir syst­ur sína.

Sigrún gift­ist Hall­grími F. Árna­syni bif­reiðastjóra, f. 12. sept­em­ber 1918, d. 18. des­em­ber 2001. Sigrún og Hall­grím­ur gengu í hjóna­band 30. októ­ber 1954. Þau bjuggu í Hafnar­f­irði all­an sinn bú­skap en Sigrún flutt­ist til Reykja­vík­ur árið 2003 eft­ir lát Hall­gríms.

Sigrún og Hall­grím­ur eignuðust þrjú börn:

1) Árni, f. 2. apríl 1956. Hans börn með Em­il­íu G. Magnús­dótt­ur, f. 1957: a) Vé­dís, f. 1977, eig­inmaður Gunn­ar Jó­hann­es­son, f. 1977, bú­sett í Nor­egi, þau eiga fjög­ur börn, þau eru Sölvi, Snorri, Hugi og Hild­ur; b) Hall­grím­ur, f. 1988, bú­sett­ur í Aust­ur­ríki. Dótt­ir Árna og Unn­ar Ágústs­dótt­ur, f. 1955, er c) Katrín, f. 2000.
2) Lára Ingi­björg, f. 14. apríl 1957, gift Sím­oni Reyni Unn­dórs­syni, f. 1956. Þeirra börn: a) Ásdís Eir, f. 1984, sam­býl­ismaður Sig­urður Páll Guðbjarts­son, f. 1979, þau eiga tvo syni: Styrmi Frey og Kára Hrafn; b) Óttar, f. 1993.
3) Rósa Sig­ríður, f. 6. júlí 1959, d. 21. júlí 1961.

Sigrún út­skrifaðist 1949 sem fóstra frá Upp­eld­is­skóla Sum­ar­gjaf­ar í Reykja­vík og vann á leik­skól­um í Reykja­vík allt þar til hún gift­ist 1954. Hún tók upp þráðinn á ný árið 1972 og vann sem leik­skóla­kenn­ari við leik­skóla í Garðabæ og Reykja­vík. Hún var leik­skóla­stjóri í Hlíðaborg við Eski­hlíð í Reykja­vík frá 1974 þar til hún lét af störf­um af heilsu­fars­ástæðum árið 1982.


Útför Sigrún­ar fór fram frá Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði í gær, 22. sept­em­ber 2017.

 

____________________________________________________________________

 

Minningaorð séra Lárusar Þorvaldar Guðmundssonar.

 

Sigrún syst­ir mín var orðvör og hóg­vær kona. Ég minn­ist ekki að hún hafi hnjóðað í nokk­urn mann eða lagt til illt orð, aðeins stundi hún við, leit svo upp á við og því næst niður, ef aðstæður kröfðu hana álits á ein­hverj­um, sem henni fannst miður til um.

 

Hún ól mig upp frá frum­bernsku, því við vor­um yngst í stór­um bræðrahópi og móðir okk­ar hafði í mörg horn að líta á fjöl­mennu og gest­gjöf­ulu heim­ili.

Margs er að minn­ast frá róstu­söm­um og ærsla­full­um æsku­ár­um. Þjóðfé­lags­mál og póli­tík bar oft á góma inn­an veggja á hinum ýmsu þroska­stig­um þeirra er þar áttu skjól og „hyg­ge“.

Fljótt blöstu við stór­um aug­um og litl­um koll­um ýms­ar spurn­ing­ar; m.a. um rétt og rangt og hvers vegna all­ir hefðu ekki nóg að borða eða nytu rétt­læt­is og jafn­rétt­is. – Lít­il hjörtu hafa næma og óspjallaða rétt­lætis­kennd og vilja jafn­framt vita um stöðu sína og ör­yggi í heimi, sem sinn­ir ekki þeim þörf­um sem skyldi.

Sigrún hafði ný­lokið við að lesa fyr­ir mig rammpóli­tíska æv­in­týrið um litlu stúlk­una með eld­spýt­urn­ar.

Lít­ill snáði sat hnugg­inn og sorg­bit­inn og spurði „al­visk­una“, stóru syst­ur: Erum við fá­tæk? Lít­ill hlýr lófi var lagður á þáver­andi ljós­hærðan koll: „Nei, Lilli minn, við höf­um að minnsta kosti nóg fyr­ir okk­ur.“

Árin liðu, enn í dag minn­ist ég hlýj­unn­ar og ör­ygg­is­ins, sem þessi litli hlýi lófi þrýsti inn í áhyggju­fullt hjarta.

Bernsk­an leið og dó vegna ald­urs, eins og eðli henn­ar er. Önnur þroska­stig tóku við og önn­ur heila­brot, önn­ur vanda­mál. Þrosk­inn jókst með ár­un­um.

Fram á full­orðins­ár átti ég því láni að fagna að eiga at­hvarf og pláss í stóru hjarta syst­ur minn­ar fyr­ir vanda­mál mín og spurn­ing­ar.

Síðar, er fram liðu stund­ir, leyst­um við svo vanda, tap og sigra hvort ann­ars í sam­ein­ingu.

Slík mann­eskja var Sigrún, ekki bara mér held­ur þeim, sem henni var annt um og lét sig varða. Fjöl­mörg eru þau börn, sem nutu elsku henn­ar og um­hyggju á löng­um og far­sæl­um leik­skóla­stjórn­ar­ferli henn­ar í Reykja­vík. Framtíð þeirra, far­sæld og ham­ingja var henni hug­stæð og ræddi gjarn­an, nafn­laust.

Hús­næðis­laus eitt haustið í skóla hér fyr­ir sunn­an rýmdu hún og Hall­grím­ur, maður henn­ar, eitt her­bergi íbúðar sinn­ar og léðu mér heil­an vet­ur. Hjá þeim var gott að búa og mun­ur­inn mik­ill frá leigu­kjöll­ur­um og heima­vist­um.

Síðustu ár aldraðrar móður okk­ar hugsaði Sigrún um hana eins og ung­barn og að leiðarlok­um henn­ar lukti aft­ur aug­um henn­ar af sömu hlýju og nær­færni og henni var tam­ast.

Sigrún og Halli henn­ar voru trúaðar og sam­hent­ar mann­eskj­ur og öll­um góð fyr­ir­mynd, en eins og geng­ur slapp hún ekki við að á henni skyllu áföll, sum ofurþung eins og að missa yngstu dótt­ur sína í bernsku úr venju­legri botn­langa­bólu er virt­ist í fyrstu. Fleira ekki hér um að sinni.

Sigrún átti góð efri ár full hlýju, trúnaðar­trausts og bjart­sýni, ferðaðist bæði inn­an­lands og utan og ætíð í góðu yf­ir­læti og um­hyggju ást­vina sinna.

Góður Guð geymi hana um tíma og í ei­lífð í náðarfaðmi sín­um og blessi af­kom­end­ur þessa heims og ann­ars.

 

Lár­us Þor­vald­ur

Guðmunds­son.

 

Morgunblaðið 22. september 2017.

 

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30