A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
29.10.2017 - 21:03 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,mbl.is,Vestfirska forlagið

Vildi ekki missa kvört­un­ar­rétt­inn

Al­bertína Friðbjörg er ís­firsk­ur fé­lagsland­fræðing­ur bú­sett­ur á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd / Karl Eskil Páls­son
Al­bertína Friðbjörg er ís­firsk­ur fé­lagsland­fræðing­ur bú­sett­ur á Ak­ur­eyri. Ljós­mynd / Karl Eskil Páls­son

Al­bertína Friðbjörg Elías­dótt­ir er Ísfirðing­ur bú­sett­ur á Ak­ur­eyri, en hún mun taka sæti á Alþingi fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Norðaust­ur­kjör­dæmi þar sem flokk­ur­inn bætti við sig manni og náði tveim­ur inn á þing. Al­bertína er ekki alls ókunn­ug stjórn­mál­um, en hún sat í bæj­ar­stjórn Ísa­fjarðarbæj­ar á kjör­tíma­bil­inu 2010 til 2014 og sam­hliða því var hún formaður Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga.

„Ég hef verið að stýra fé­lagi sem heit­ir Eim­ur síðasta árið eða svo, verið að vinna með ný­sköp­un og aukna verðmæta­sköp­un í tengsl­um við nýt­ingu á jarðhita. Það er mjög skemmti­legt starf,“ seg­ir Al­bertína, en utan vinnu seg­ist hún hafa gam­an að því að elda góðan mat og eiga góðar stund­ir með vin­um og fjöl­skyldu, auk þess sem hún sé pí­anó­leik­ari.

En hvers vegna ákvað hún að snúa sér að land­spóli­tík?

„Það er mjög góð spurn­ing. Það var nú eig­in­lega bara þannig að mér var boðið sæti á list­an­um og maður er svo gjarn á að sitja heima og nöldra yfir því að hlut­ir séu svona eða hinseg­in og ég áttaði mig á því að þarna væri raun­veru­legt tæki­færi til að leggja mitt af mörk­um við að reyna að breyta hlut­un­um,“ seg­ir Al­bertína, og að hún hafi raun­ar orðað það þannig við vini sína að hún vildi ekki missa kvört­un­ar­rétt­inn. „Ef maður seg­ir nei við svona tæki­færi þá má maður ein­hvern veg­inn ekki leng­ur kvarta af því maður var þá ekki til­bú­inn til þess að raun­veru­lega gera eitt­hvað.“

Byggðamál, ný­sköp­un og lofts­lags­mál

Aðspurð seg­ir hún það leggj­ast vel í sig að setj­ast á þing. „Það er ennþá svo­lítið óraun­veru­legt að þetta hafi farið svona en ég er gríðarlega spennt og mun leggja mig alla fram í starfi fyr­ir kjör­dæmið og landið allt.“

„Ég hef verið að leggja áherslu á byggðamál­in, enda er ég menntuð fé­lagsland­fræðing­ur og hef svo­lítið verið að sér­hæfa mig í byggðamál­um. Byggðamál, upp­bygg­ing og styrk­ing byggða lands­ins eru mér of­ar­lega í huga,“ seg­ir Al­bertína og að þar sé hún að horfa bæði til innviða sem og ný­sköp­un­ar og ekki síður lofts­lags­mála. „Ég vil sjá bætta og aukna verðmæta­sköp­un úr alls kyns afurðum sem við erum ekki að nota í dag, sem teng­ist kannski líka starf­inu sem ég hef verið í. Ég held það séu gríðarlega mik­il tæki­færi fyr­ir Ísland allt hvað það varðar. Við höf­um tæki­færi til þess að skara fram úr og eig­um að gera það með alla okk­ar grænu orku.“


« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31