A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
26.10.2017 - 17:07 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Dýrafjarðargöng: - Ævintýrið á Rauðsstöðum í Borgarfirði

Svilarnir Bjarni G. Einarsson og Guðmundur Ingvarsson staddir við munna Dýrafjarðarganga. Þeir hafa komið mikið við sögu Þingeyrarhrepps í gegnum tíðina. Fá framfaramál hafa þeir látið sér óviðkomandi. Það yrði langur listi ef upp væri settur. Þar á meðal Dýrafjarðargöng. Ljósm.: H. S.
Svilarnir Bjarni G. Einarsson og Guðmundur Ingvarsson staddir við munna Dýrafjarðarganga. Þeir hafa komið mikið við sögu Þingeyrarhrepps í gegnum tíðina. Fá framfaramál hafa þeir látið sér óviðkomandi. Það yrði langur listi ef upp væri settur. Þar á meðal Dýrafjarðargöng. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Þessa dagana er að hefjast ævintýri að Rauðsstöðum í Borgarfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Þar er auðvitað átt við Dýrafjarðargöng sem ætlunin er að ljúka innan þriggja ára. Komin eru 36 ár síðan farið var að tala um það mál af einhverri alvöru. Í tilefni af því að nú ætla menn að ganga að kjörborðinu, má vel færa fram þakkir til allra stjórnmálamannanna og annarra sem lagt hafa hönd á þennan plóg.

   Við höfum rifjað ýmislegt upp um jörðina Rauðsstaði hér á Þingeyrarvefnum. Þurfa menn ekkert annað en að fara í fréttamagasínið hér á síðunni til að skoða það, ef áhugi er fyrir hendi.

    Um daginn fórum við þrír félagar í kurteisisheimsókn að Dýrafjarðargöngum og í höfðustöðvar Suðurverks og Metrostav innan við Mjólkárvirkjun við frábærar móttökur.

Til gamans skal þess getið, að sumir kalla okkur „þríburana“ í tilefni af skrifum okkar um dægurmál, sem birtast víða. Auðvitað til að láta bera á okkur segja spakir menn. Aðrir segja að við séum orðnir rugluð gamalmenni, en það er allt önnur Ella. Það er bara heiður að því!


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31