A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
26.06.2008 - 00:21 | bb.is

Víkingaskip smíðað á Þingeyri

Víkingaskipið er glæsilegt að sjá. Mynd: Valdimar Elíasson.
Víkingaskipið er glæsilegt að sjá. Mynd: Valdimar Elíasson.
Víkingaskip hefur litið dagsins ljós á Þingeyri en stefnt er að því að sjósetja það um helgina. „Báturinn er klár en við eigum eftir að setja upp mastur og stýri. Segl fáum við ekki fyrr en í næstu viku og það á eftir að ganga frá ýmsu varðandi haffæri. En báturinn verður vonandi kominn í nothæft stand áður en langt um líður", segir Valdimar Elíasson skipamiður. Skipið er smíðað í tengslum við Víkingaverkefnið á Þingeyri og er ætlunin að bjóða fólki upp á siglingar á því í Dýrafirði. „Hugmyndin er að bjóða ferðafólki upp á siglingar og við munum gera prufu á því í sumar ef allt gengur eftir. Svo verður líklega farið í einhverjar ferðir á skipinu en það á eftir að ákveða það allt betur", segir Valdimar. Báturinn er 12 metra langur og þriggja metra breiður. Að sögn Valdimars tekur hann um 6 árar á hvort borð. Mun hann rúma 15-18 manns.

 

Smíði skipsins hefur tekið rúma fjóra mánuði en það er úr tré og smíðað á gamla mátann að fyrirmynd Gaukstaðaskipsins margrómaða. Víkingaskipið er komið undir bert loft og geta vegfarendur barið það augum á Þingeyrarodda.

 

Áhugamannafélagið Víkingar á Vestfjörðum hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu í menningartengdri ferðaþjónustu og til að mynda hefur verið byggt útivistarsvæði í víkingastíl við Þingeyrarodda sem er miðpunktur hinnar árlegu víkingahátíðar Dýrafjarðardaga.

 

Víkingar á Vestfjörðum voru stofnaðir árið 2003 til að halda utan um Gísla sögu Súrssonar verkefnið sem er eitt stærsta menningartengda ferðaþjónustuverkefnið á landinu.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31