20.06.2008 - 00:27 | bb.is
Vinnuskólinn á ferð um Suðureyri og Þingeyri
Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar mun í næstu viku fara um Suðureyri og Þingeyri. Ásamt því að lífga upp á útlit bæjarins munu þau sinna tilfallandi verkefnum ef þess er óskað. Að sögn Helgu Margrétar Marzellíusardóttur, yfirflokkstjóra Vinnuskólans, geta íbúar Suðureyrar og Þingeyrar pantað garðavinnu. „Við getum séð um slátt og létta umhirðu í görðum. Við verðum svo á ferðinni einhver tímann í næstu viku, en nákvæm tímasetning það fer eftir því hvernig gengur með pantanir", segir Helga.
Áhugasamir geta haft samband við Helgu Margréti í síma 892-7051.