16.06.2008 - 00:33 | Tilkynning
Fastir liðir á 17. júní
Á morgun fara fram nokkrir fastir liðir á Þingeyri sem fylgja þjóðhátíðardegnium 17. júní.
Klukkan 09:30 fer fram gróðursetning á Þingeyrarodda.
Klukkan 11:00 hefst Víðavangshlaup Höfrungs. Hlaupið frá íþróttahúsinu um götur bæjarins. Skráning frá klukkan 10:30-10:50 við íþróttahúsið. Mislangar vegalengdir eftir aldri.
Klukkan 20:00 hefst Söngvarakeppni Höfrungs í Félagsheimilinu á Þingeyri. Krista Sildoja sér um undirleikinn. Skráning verður á staðnum en einnig er hægt að skrá sig hjá Guðrúnu Snæbjörgu í síma 866-4269
Allir þessir viðburðir eru fyrir konur og karla á öllum aldri og eru Dýrfirðingar og nærsveitungar hvattir til að fjölmenna.
Sjáumst á morgun!
Höfrungur