A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Mikil ánægja er með reiðnámskeið Storms.
Mikil ánægja er með reiðnámskeið Storms.
Fyrra reiðnámskeiði sumarsins hjá Hestamannafélaginu Stormi lauk á sunnudag, en það er ætlað börnum og óvönum. Kennt var í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði. Fullt var á námskeiðinu en alls voru þátttakendur 25 talsins og kennt í fimm hópum. Mikil ánægja var með námskeiðið og að því er fram kemur í tilkynningu er hægt að fullyrða að þarna hafi hestamenn framtíðarinnar verið á ferð. Síðasta daginn fóru allir knaparnir í útreiðartúr um Sanda og fengu hressingu á áningarstað. Seinna reiðnámskeiðið hefst 10. júlí og því lýkur 15.júlí en aðeins örfá pláss eru laus á það. Því má með sanni segja að mikill áhugi sé á hestamennskunni og bjartir tímar framundan. Kennari á námskeiðunum er Guðrún Astrid Elvarsdóttir.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31