A A A
  • 1965 - Ragnheiður Halla Ingadóttir
04.07.2008 - 00:12 | bb.is

Dýrafjarðardagar settir í sjöunda sinn

Dýrafjarðardagar er árviss þorpshátíð með víkingabrag.
Dýrafjarðardagar er árviss þorpshátíð með víkingabrag.
Dýrafjarðardagar verða settir í kvöld, sjöunda árið í röð. Að venju verður dagskrá hátíðarinnar fjölbreytt og skemmtileg, með áherslu á víkingatímann. Setning hátíðarinnar fer fram í Knapaskjóli, reiðskemmu hestamanna á Söndum, þar sem hestasýning fer fram. Í kvöld verður einnig opnuð myndlistarsýning Dagrúnar Matthíasdóttur í kaffisal sláturhússins á Þingeyrarodda og útgáfutónleikar sálmadisksins Lofgjörð til þín fara fram í Þingeyrarkirkju. Fyrir yngra fólkið verður boðið upp á sundlaugardiskó íþróttamiðstöðinni og er aldurstakmarkið er 12-17 ára.

Dagskráin á morgun hefst með morgungöngu í Haukadal, þar sem farið verður um söguslóðir Gísla Súrssonar. Rabarbaragrautur með rjóma bíður göngumanna að göngu lokinni. Því næst fer fram stigamót Blaksambands Íslands í strandblaki við íþróttamiðstöðina. Sú nýjung verður í ár, svokölluð að gestum og gangandi gefst kostur á að sækja íbúa heim í sérmerkt hús þar sem boðið verður upp á súpu. Gestir geta svo í leiðinni valið um fallegasta garðinn. Eftir hádegi verður komið upp sölutjöldum á víkingasvæðinu, þar sem andi víkinganna svífur yfir vötnum. Ýmislegt verður í boði til skemmtunar. Annað kvöld verður grillveisla á víkingasvæðinu, skemmtiatriði og hljómsveit, og dansleikur með hljómsveitinni Hunangi í félagsheimilinu.

 

Á sunnudag verður markaðsstemmning á víkingasvæðinu fram eftir degi. Búlgarska leiksýningin Chick with a trick verður sýnd í félagsheimilinu á Þingeyri, en það er hluti af leiklistarhátíðinni Act alone. Þá verður keppt í kassabílarallý á heimatilbúnum kassabílum og boðið upp á kaffihlaðborð að Hótel Núpi. Myndlistarsýningarnar Vestfirskir einfarar og Gísla saga Súrssonar í myndum verða í Haukadal auk leiksýningarinnar Aðrir sálmar. Seinnipart sunnudags lýkur hátíðinni með því að fluttir verða söngvar fyrir börn í félagsheimilinu í Haukadal.

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31