A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
26.06.2008 - 00:23 | bb.is

Brúin að líkindum tilbúin í september

Úr Dýrafirði.
Úr Dýrafirði.
Brúin yfir Hjarðardalsá í Dýrafirði hefur nú verið rifin og stendur til að byggja nýja í sumar. Fyrir þá sem ekki eru staðkunnugir í Dýrafirði er Hjarðardalur rétt innan Gemlufalls og var komið að brúnni skömmu eftir að sveigt var inn fjörðinn eftir Gemlufallsheiði. „Brúin sem var einbreið var rifin um daginn og brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar er að byggja nýja", segir Geir Sigurðsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. „Ánni var veitt með bráðabirgðaræsi á meðan. Þessi nýja brú, sem verður að sjálfsögðu tvíbreið, verður byggð í sumar og við reiknum með því að verklok verði í september."

Meðan á framkvæmdum stendur verður notast við hjáleið og fyrrnefnt bráðabirgðaræsi. Því ríður á að menn aki varlega á þessum slóðum meðan á framkvæmdum stendur. „Að nýju brúnni kemur síðan nýr vegur sem á eftir að minnka hryggina að ánni", segir Geir.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31