A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
07.07.2008 - 00:09 | HS

Stokkanker á Þingeyri

Hér standa þeir frændur Þórður J. Sigurðsson og Elís Kjaran við stokkankerið góða með fjörðinn sinn fallega í baksýn. Ljósm. H. S.
Hér standa þeir frændur Þórður J. Sigurðsson og Elís Kjaran við stokkankerið góða með fjörðinn sinn fallega í baksýn. Ljósm. H. S.
"Um 1990 kom hingað til Þingeyrar snurvoðarbátur frá Ísafirði. Anker var híft upp úr bátnum og skellt upp á vörubíl og ekið með það á haugana. Ég fylgdist með og fékk Magnús bróður til að hífa það upp úr gryfjunni þar útfrá og taka utan af því snurvoðarræskni. Síðan hefur ankerið verið í minni umsjá. Ég hef nú smíðaðað undir það statív og er að spá í að hafa það til sýnis í framtíðinni."

Svo mælir Þórður J. Sigurðsson frá Ketilseyri, útvegsbóndi á Þingeyri. Í júlí 1685 strandaði franskt hvalaskip í Arnarneslandi í Dýrafirði. Þórður heldur því fram, þangað til annað sannara reynist, að anker hans sé úr umræddu skipi og má vel vera rétt. Þetta þarf auðvitað að rannsaka nánar.

Þórður fræðir okkur um það að þetta sé svokallað stokkanker, en þau voru síðast framleidd 1780. Hann segir að til séu margar tegundir af ankerum svo sem eins og spelanker, patent anker og kast anker svo dæmi séu nefnd. Ankerafræði er greinilega eitthvað sem menn þurfa að hafa á reiðum höndum í sjávarútvegsbæjum og spurning hvort við ættum ekki að reyna að koma upp sýnishornum af slikum lífsnauðsynlegum gripum í gegnum aldirnar. Ankerið Dúdda er góð byrjun.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31