04.09.2008 - 00:09 | bb.is
Grunnskólanemum fjölgar í Ísafjarðarbæ
Nemendum við grunnskóla Ísafjarðarbæjar hefur fjölgar lítillega frá skólaárinu 2006-2007. Þá voru 615 nemendur við skólana en í vetur eru 620 nemendur skráðir. Grunnskólar Ísafjarðarbæjar eru fjórir talsins, Grunnskólinn á Ísafirði er fjölmennastur með 505 nemendur, þá kemur Grunnskólinn á Þingeyri með 47 nemendur. 40 nemendur eru við Grunnskólann á Suðureyri og 28 við Grunnskóla Önundarfjarðar. Nemendum fækkar við Grunnskólann á Þingeyri sem nemur 15 nemendum. Þá fjölgar nemendum um 20 í Grunnskólanum á Ísafirði og um þrjá bæði á Suðureyri og í Önundarfirði.