A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
29.12.2008 - 02:27 | dv.is

Vegagerðin á ekki fyrir snjómokstri

Hrafnseyrarheiði
Hrafnseyrarheiði
Mikil óánægja ríkir hjá íbúum Vestfjarða þessa dagana en ófært hefur verið milli Hrafnseyrar og Dynjandaheiðar nú um nokkurn tíma. Það þýðir að lokað er milli suður- og norðurfjarða Vestfjarða. Vegagerðin hefur ekki séð sér fært að sinna snjómokstri þrátt fyrir loforð um annað.Að sögn íbúa var talað um það fyrir jól að Vegagerðin myndi athuga með mokstur ef veður leyfði en enn bólar ekkert á snjómokstursvélunum þrátt fyrir að veður sé með ágætum á þessum slóðum. Ástæðan ku vera fjárskortur Vegagerðarinnar. „Við höfum hreinlega ekki fé til þess." segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrú Vegagerðarinnar aðspurður um ástæður tafarinnar. „Vetrarþjónustan hefur ekki fengið mikið fé á undanförnum árum og því síður í núverandi árferði. En við skiljum Vestfirðinga vel."
...
Meira
27.12.2008 - 16:49 | Tilkynning

Jólaball Höfrungs 28.desember

Frá jólaballi Höfrungs í fyrra. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Frá jólaballi Höfrungs í fyrra. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Hið árlega jólaball Höfrungs verður haldið í félagsheimilinu á Þingeyri sunnudaginn 28. desember. Húsið opnar kl. 15:30 og jólaballið hefst hálftíma síðar, eða kl. 16. Dansað verður í kringum jólatréð sem Skjólskógar gáfu íþróttafélaginu og ballgestum boðið upp á heitt kakó. Heyrst hefur að nokkrir jólasveinar muni jafnvel kíkja í heimsókn.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Með jólakveðju, Höfrungur
27.12.2008 - 16:47 | Tilkynning

Jólafélagsvist

Jólafélagsvist verður á Núpi 29. desember
Jólafélagsvist verður á Núpi 29. desember
Jólafélagsvist Kvenfélags Mýrahrepps verður haldin mánudagskvöldið 29. desember í Héraðsskólanum að Núpi kl. 20:00.

Aðgangur 1000 kr.

Sjáumst í jólaskapi!


Vöfflur og kaffi á staðnum.

Spilanefndin.
26.12.2008 - 16:51 | Tilkynning

Jólamót Höfrungs í knattspyrnu

Íþróttahúsið á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Íþróttahúsið á Þingeyri. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Jólamót Höfrungs í knattspyrnu verður haldið þann 27.desember í íþróttahúsinu á Þingeyri og hefjast leikar kl.13. Þetta mót er orðinn fastur liður í jólahaldinu og er alltaf mikil spenna meðal keppenda og áhorfenda. Leikurinn verður spilaður þannig að 4 liðsmenn eru á vellinum í einu, stendur yfir í 8 mínútur og er hverju liði heimilt að hafa einn skiptimann. Dómari mun sjá til þess að allir fari að settum reglum og er aldurstakmark 15 ár (á árinu). Keppnisgjald er aðeins 500 kr. á mann og því er um að gera að safna saman í lið og fjölmenna í íþróttahúsið. Þeim, sem ekki vilja spila, er velkomið að horfa á og hvetja sitt lið áfram. Mótið er styrkt af fiskvinnslunni Vísi og SPVF og eru mjög vegleg verðlaun í boði. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda undirrituðum tölvupóst á helgi2385@visir.is eða hafa samband í síma 8688503. Helgi Snær Ragnarsson
24.12.2008 - 16:54 | Tilkynning

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Þingeyrarvefurinn óskar lesendum sínum, Dýrfirðingum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum gott ár sem er nú senn á enda.
23.12.2008 - 00:44 | strandir.is

Fólki fækkar á Þingeyri, Flateyri og Hólmavík

Þingeyri
Þingeyri
Fólki á Vestfjörðum fjölgar á milli ára, bæði í strjálbýlinu og einnig á ýmsum þéttbýlisstöðum. Mest er fjölgunin í Bolungarvík þar sem íbúum fjölgar um 58, en Ísafjörður kemur þar skammt á eftir með 40 fleiri íbúa 1. desember 2008 en á sama tíma 2007. Þá fjölgar um 13 á Tálknafirði á milli ára. Á fimm þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum fækkar íbúum milli ára, um 5 á Patreksfirði, 8 í Krossholti (sem var fyrir fámennasti byggðakjarni á landinu), 12 á Hólmavík, 28 á Flateyri og 33 á Þingeyri.
22.12.2008 - 00:48 | HS

Í minningu Elísar Kjaran

Elli á gömlu ”teskeiðinni” sinni. Ljósm. H. S.
Elli á gömlu ”teskeiðinni” sinni. Ljósm. H. S.
Í haust kvaddi Elís Kjaran okkur, eftir erfið veikindi og flutti sig á annað tilverustig. Var að honum mikill sjónarsviptir. Í minningu hans rifjum við upp meðfylgjandi grein úr Mannlífi og sögu fyrir vestan, en þar koma fram ýmsir af þeim góðu eðliskostum sem hann átti í ríkum mæli......
Meira
99 vestfirskar þjóðsögur
99 vestfirskar þjóðsögur
Í yfirstandandi jólabókaflóði eru 99 vestfirskar þjóðsögur 3. hefti, sem Finnbogi Hermannsson tók saman að þessu sinni, söluhæsta bókin hjá Vestfirska forlaginu. Strandamenn í blíðu og stríðu, 100 gamansögur af Strandamönnum, sem Strandamaðurinn Kristjón Kormákur Guðjónsson tók saman, fylgir henni þó fast eftir. Er greinilegt á þessu, að Vestfirðingar og aðrir þeir sem kaupa Bækurnar að vestan, vilja halda uppi gamanmálum og verður það að teljast skiljanlegt í skammdeginu og miðað við þá alvörutíma sem við lifum nú um stundir....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31