27.12.2008 - 16:49 | Tilkynning
Jólaball Höfrungs 28.desember
Hið árlega jólaball Höfrungs verður haldið í félagsheimilinu á Þingeyri
sunnudaginn 28. desember. Húsið opnar kl. 15:30 og jólaballið hefst hálftíma
síðar, eða kl. 16. Dansað verður í kringum jólatréð sem Skjólskógar gáfu
íþróttafélaginu og ballgestum boðið upp á heitt kakó. Heyrst hefur að nokkrir
jólasveinar muni jafnvel kíkja í heimsókn.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Með jólakveðju, Höfrungur
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Með jólakveðju, Höfrungur