A A A
  • 1966 - Kristján Gunnar Bjarnason
  • 1966 - Óskar Gunnarsson
19.12.2008 - 00:54 | JÓH

Smáir fætur í Íþróttahúsinu

Frá vinstri: Margrét Embla 5 mánaða, Gunnar Helgi 4ra mánaða og stúlka Einarsdóttir 2 mánaða. Myndir: Erna Höskuldsdóttir
Frá vinstri: Margrét Embla 5 mánaða, Gunnar Helgi 4ra mánaða og stúlka Einarsdóttir 2 mánaða. Myndir: Erna Höskuldsdóttir
« 1 af 2 »
Það var mikil kátína í íþróttahúsinu á Þingeyri síðastliðinn sunnudag en þar voru saman komnir sex litlir Dýrfirðingar sem eiga það allir sameiginlegt að vera fæddir árið 2008. Það voru mæður þeirra sem kölluðu til fundarins til að bera saman bækur sínar og leyfa börnunum að hittast. Í framhaldi var ákveðið að gera þetta að reglulegum viðburði og fara þá jafnvel í sundlaugina og í gönguferðir.
19.12.2008 - 00:51 | Tilkynning

Helgihald á jólum í Þingeyrarprestakalli

Þingeyrarkirkja. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Þingeyrarkirkja. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Helgihald á jólunum verður sem hér segir:

24. desember kl. 22.30 - Aftansöngur í Þingeyrarkirkju

25. desember kl. 14.00 - Hátíðarmessa í Núpskirkju

18.12.2008 - 01:02 | JÓH

Ísafjarðarbær býður í jólabað

Sundlaugin á Þingeyri. Mynd: JÓH
Sundlaugin á Þingeyri. Mynd: JÓH
Ísafjarðarbær býður öllum íbúum og gestum upp á jólabað á aðfangadag og hefur verið ákveðið að hafa frítt í allar sundlaugar bæjarins þann daginn. Laugarnar verða opnar til klukkan tólf á hádegi, nema á Suðureyri þar sem opið verður til klukkan 13. Opnunartími yfir hátíðarnar hefur verið ákveðinn og verður á Þingeyri sem hér segir:
...
Meira
Bókin Húsið - ljósbrot frá Ísafirði er eftir Hörpu Jónsdóttur
Bókin Húsið - ljósbrot frá Ísafirði er eftir Hörpu Jónsdóttur
Fyrstu kynni
Um leið og ég kem inn finn ég að þetta er húsið mitt.
Lofthæðin, brattur stiginn, panellinn á ganginum, rósetturnar í stofunni og vingjarnleg lyktin bjóða mig velkomna.
Úrtölur hrífa ekki á mig. Húsið stendur við umferðargötu, það þarf að laga margt að innan og garðurinn er opinn fyrir vindstrengjum úr báðum áttum. Og svo er húsið virkilega stórt.
En það er mitt. Frá fyrsta degi....
Meira
Karlakórinn Ernir
Karlakórinn Ernir
jólatónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri í kvöld kl. 20. Í ár fengu þeir Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson til liðs við sig, en hann mun bæði syngja einsöng og með kórnum.

Að venju er aðgangur ókeypis.

Strákarnir stóðu sig vel í að mála jólastytturnar. Mynd: Erna Höskuldsdóttir
Strákarnir stóðu sig vel í að mála jólastytturnar. Mynd: Erna Höskuldsdóttir
Foreldrafélag Grunnskólans á Þingeyri stóð fyrir jólaföndri í skólanum fyrstu helgina í desember. Nemendum og foreldrum þeirra var boðið að skera í laufabrauð og mála jólastyttur, og svo sá elsti bekkurinn um kaffisölu. Mikil gleði var í loftinu og er greinilegt að Dýrfirðingar eru komnir í jólaskap.
17.12.2008 - 01:06 | bb.is

Grunnmenntaskólanum á Þingeyri slitið

Nemendur og kennarar Grunnmenntaskólans á Þingeyri við útskriftina. Mynd: bb.is
Nemendur og kennarar Grunnmenntaskólans á Þingeyri við útskriftina. Mynd: bb.is
Grunnmenntaskólanum á Þingeyri var slitið laugardaginn 6. desember síðastliðinn. Níu nemendur tóku þá við viðurkenningarskjölum frá Smára Haraldssyni forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Námið, sem hófst síðastliðið vor, var sett á laggirnar af Fræðslumiðstöðinni, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Vinnumálastofnun þegar fyrirtækið Vísir óttaðist að þurfa að loka fiskvinnslunni á staðnum. Ástandið reyndist þó ekki eins slæmt og óttast var þannig að vinnan varð meiri en gert var ráð fyrir. Þess vegna varð minna úr náminu í vor, en þeim mun meira nú í haust. Hafa nemendur Grunnmenntaskólans mætt alla virka daga og flesta laugardaga frá 1. september....
Meira
Haraldur Júlíusson formaður Björgunarfélags Ísafjarðar og Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone við símann. Mynd: bb.is
Haraldur Júlíusson formaður Björgunarfélags Ísafjarðar og Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone við símann. Mynd: bb.is
Vodafone fagnaði því í dag að hafa lokið áfanga í uppbyggingu GSM þjónustu á Vestfjörðum með því að hringja úr stærsta síma í heimi á Gemlufellsheiðinni. „Við vorum að ljúka með táknrænum hætti því uppbyggingarverkefni sem staðið hefur yfir á Vestfjörðum á árinu. Það hefur skilað margfalt stærra GSM-svæði í fjórðungnum en var í upphafi árs. Um það bil 30 GSM-sendar hafa farið í gang á árinu. Bæði er þetta verkefni á okkar eigin vegum og svo fyrir Fjarskiptasjóð sem samgönguráðuneytið stendur á bak við", segir Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone. Haraldur Júlíusson formaður Björgunarfélags Ísafjarðar hringdi í Neyðarlínuna til að staðfesta það að hægt væri að hringja úr símanum og svo var hringt í samgönguráðherra og hann upplýstur um að þessum kafla í verkefninu væri lokið....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31