A A A
  • 1966 - Kristján Gunnar Bjarnason
  • 1966 - Óskar Gunnarsson
16.12.2008 - 01:08 | JÓH

Jólatré sótt í Dýrafjarðarbotn

Í Botni, Dýrafirði á sunnudag. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Í Botni, Dýrafirði á sunnudag. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson
Fjöldi fólks var saman kominn í botni Dýrafjarðar á sunnudag til að höggva sitt eigið jólatré. Fólki var boðið upp á heitt kakó í tilefni dagsins enda veður afskaplega stillit og gott. Það var Skógræktarfélag Dýrafjarðar sem bauð fólki að velja jólatré, eða greni, í skógreit félagsins og var ekki annað að sjá en að fólk væri ánægt með framtakið.
Frá Meðaldalsvelli. Mynd: bb.is
Frá Meðaldalsvelli. Mynd: bb.is
Landeigendur í Meðaldal í Dýrafirði hafa gert athugasemdir við drög að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar þar sem stærð golfvallarins í dalnum er skráð 64,6 km² en er í raun 1,0 km² að mati landeigandanna. Þeir segja að ekki sé gert ráð fyrir stækkun vallarins í samningi eigenda við Golfklúbbinn Glámu og að golfvöllurinn sé rekinn með tímabundnu leyfi eigendanna. Í bréfi frá Andrési F. Kristjánssyni, einum af landeigendum í Meðaldal segir að í samningi sem landeigendur í Meðaldal gerðu við Golfklúbbinn Glámu sé gert ráð fyrir 9 holu velli í dalnum og ekki komi til álita að hálfu eigenda að golfvöllurinn verði stækkaður. „Hvort golffélaginu verður heimilað að halda starfsemi sinni áfram með sama hætti í Meðaldal eftir árið 2015 eins og samningurinn gerir ráð fyrir, hefur ekki verið ákveðið enn. Það er þó ekkert í stöðunni í dag sem ætti að hindra að svo gæti orðið," segir í bréfinu....
Meira
08.12.2008 - 01:26 | bb.is

Velheppnuð jólahlaðborð að Núpi

Frá jólahlaðborði á Núpi. Mynd: bb.is
Frá jólahlaðborði á Núpi. Mynd: bb.is
Jólahlaðborðahald hefur heppnast mjög vel á Hótel Núpi í Dýrafirði. „Þetta er búið að ganga rosalega vel í alla staði. Maður hafði nú ekki alveg gert ráð fyrir því þegar maður tók við rekstrinum á sumarhóteli", segir Sigurður Arnfjörð Helgason, hótelstjóri. Á föstudag var einkasamkvæmi og uppselt var á jólahlaðborðið á laugardeginum. Haukur og Lilja skemmtu gestum yfir borðhaldi og hljómsveitin Kraftlyfting lék svo fyrir dansi. „Sömuleiðis verður einkasamkvæmi næsta föstudag og aðeins nokkur sæti eru laus á jólahlaðborðið á laugardeginum. Svo erum við byrjaðir að bóka á jólahlaðborð síðustu helgi fyrir jól. Það er því óhætt að segja að þessu hafi verið vel tekið. Fólk hefur líka látið mjög vel af matnum og þá sérstaklega lambakjötinu", segir Sigurður en eins og fram hefur komið er lambakjötið úr heimahéraði, nánar tiltekið Hjarðardal í Dýrafirði....
Meira
08.12.2008 - 01:14 | JÓH

Ljósin á jólatrénu tendruð

Jólatréð stendur að venju á flötinni við Sigmundarbúð. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Jólatréð stendur að venju á flötinni við Sigmundarbúð. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.
Ljósin á jólatrénu á Þingeyri voru tendruð í gær við hátíðlega athöfn. Athöfnin byrjaði með ræðu Þórhalls Arasonar og síðan söng kirkjukór Þingeyrar nokkur jólalög. Því næst sagði Gísli Halldór Halldórsson, fulltrúi Ísafjarðarbæjar, nokkur orð og fékk svo börnin á staðnum til að aðstoða sig við að tendra ljósin á trénu. Að sjálfsögðu komu jólasveinar í heimsókn og sungu og dönsuðu í kringum jólatréð, við undirleik Hrólfs Vagnssonar. Börnin fengu síðan óvæntan glaðning frá jólasveinunum áður en þeir héldu aftur til fjalla.
08.12.2008 - 01:12 | Tilkynning

Vestfirsk bókakynning

Í Bókakaffi á Selfossi var fjölmenni og gríðarlega góð stemmning 5. des. s.l.á vestfirskri bókakynningu F.v.: Með hattinn; Steingrímur Stefnisson, Flateyri, Hafliði Magnússon, Bíldudal fór á kostum við lesturinn, sitjandi við borðid; Guðrún Jónína Magnúsdóttir, frá Ingjaldssandi, og Þingeyringarnir Regína Höskuldsdóttir og Gerður Matthíasdóttir. Ljósm.: BIB
Í Bókakaffi á Selfossi var fjölmenni og gríðarlega góð stemmning 5. des. s.l.á vestfirskri bókakynningu F.v.: Með hattinn; Steingrímur Stefnisson, Flateyri, Hafliði Magnússon, Bíldudal fór á kostum við lesturinn, sitjandi við borðid; Guðrún Jónína Magnúsdóttir, frá Ingjaldssandi, og Þingeyringarnir Regína Höskuldsdóttir og Gerður Matthíasdóttir. Ljósm.: BIB
Vestfirðingar, brottfluttir og aðrir fjarri heimabyggð, boða til bókakynningar í Veitingahúsinu Catalinu, Hamraborg 11 í Kópavogi, miðvikudaginn 10. desember n.k. kl. 20:30. Þar verða kynntar og lesið úr þremur af þeim ellefu bókum sem Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út fyrir þessi jól. Önfirðingurinn Guðrún Jónína Magnúsdóttir á Hellu kynnir bók sína "Birta - ástarsaga að vestan" sem er þriðja og síðasta bókin í þessari ritröð. Áður komu út bækurnar um Hörpu og Silju 2006 og 2007. Ísfirðingurinn og Flateyringurinn Harpa Jónsdóttir í Vík í Mýrdal kynnir bók sína "Húsið - Ljósbrot frá Ísafirði" sem er saga hússins að Hrannargötu 1 á Ísafirði og fyrst og fremst af fólkinu í kring um það og nánasta umhverfi. Harpa fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2002 og var bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar....
Meira
07.12.2008 - 01:30 | JÓH

Græðgi og spillingu í landinu mótmælt

Frá fundinum í gærkvöldi
Frá fundinum í gærkvöldi
Samstöðufundur var haldinn á Víkingasvæðinu á Þingeyri í gærkvöldi. Fundinn boðaði Borgný Skúladóttir í samvinnu við Íbúasamtökin Átak. Um 30 manns mættu á Víkingasvæðið, eða 10% bæjarbúa, þrátt fyrir kalsaveður. Tilgangur fundarins var að mótmæla rotnu eiginhagsmunapoti, græðgi, spillingu og óheiðarleika í íslensku þjóðfélagi. Borgný hélt upphafsræðu fundarins og upp í pontu stigu einnig Sæmundur Þorvaldsson, Þórhallur Arason, Gunnhildur Björk Elíasdóttir og Guðmundur Ingvarsson. Áleitnar spurningar komu fram, eins og hvert upphaf núverandi ástands væri og vildu nokkrir meina að þar væri kvótabraskið rót þess vanda sem nú steðjar að þjóðinni og að kreppa hafi ríkt á Vestfjörðum í (allavega)15 ár. Þá hafi Reykvíkingar ekki nennt að hlusta á þetta landsbyggðarvæl um kvóta og þorskveiðar. Aðrir bentu á að Vestfirðingar kæmu betur út úr fjármálakreppunni en samlandar þeirra á höfuðborgarsvæðinu....
Meira
07.12.2008 - 01:27 | bb.is

Skylmingaæfingar hafnar í Dýrafirði

Skylmingaæfingar eru hafnar í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði. Mynd: bb.is
Skylmingaæfingar eru hafnar í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði. Mynd: bb.is
Æfingar í skylmingum og almennu vopnaskaki eru hafnar í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði. „Það eru bæði konur og karlar að æfa skylmingar. Það eru allir velkomnir svo lengi sem þeir hafa náð sextán ára aldri," segir Valdimar Elíasson, skylmingamaður á Þingeyri. Ekki er æft með stórum skylmingarsverðum til að byrja með að sögn Valdimars. „Við æfum einungis með kústsköftum til að byrja með en við vonumst til að æfa með alvöru sverðum þegar við erum orðin leiknari," segir Valdimar. Hann segir megintilgang æfinganna vera að geta sýnt skylmingarnar á víkingahátíðum. „Gísli úr Víkingafélaginu Rymmugýg frá Hafnarfirði sér um kennsluna. Við æfum tvisvar í viku tvo tíma í senn á kvöldin. Það er þrælskemmtilegt að skylmast og vantar einungis fleiri þátttakendur. Við erum með frábæra aðstöðu í reiðhöllinni og er allt til als fyrir þá sem vilja æfa með okkur," segir Valdimar....
Meira
03.12.2008 - 01:32 | bb.is

Lömbin seld á Facebook

Sigurður Arnfjörð við smölunina í Hjarðardal í sumar. Mynd: bb.is
Sigurður Arnfjörð við smölunina í Hjarðardal í sumar. Mynd: bb.is
Bræðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur Helgi Helgasynir vinna nú að því að fá kjötvinnsluna að Núpi í Dýrafirði löggilda svo þeir geti hafið þar framleiðslu úr heima héraði. „Málið er allt á byrjunarreit en við höfum rætt við nokkra smásöluaðila um að selja vöruna, þar á meðal eina verslun sem við viljum ekki nefna á nafn á meðan enn er eftir að ganga frá lausum endum", segir Sigurður Arnfjörð hótelstjóri að Núpi. Um er að ræða tilraunaverkefni sem hófst í kjölfarið á því að ákveðið var að bjóða upp á sérvalið lambakjöt úr heimabyggð á matseðli hótelsins. „Ég hjálpaði til við smölun í Hjarðardal í Dýrafirði í sumar og sérvaldi 15 lömb sem jólahlaðborðsgestum á Núpi gefst kostur á að snæða og það hefur vakið mikla lukku. Nú ætlum við að ganga enn lengra og ætlum að taka að okkur að vinna öll lömbin sem leidd verða til slátrunar frá Hjarðardal næsta haust, sem verða á bilinu 300-500. Það er ágætis aukning milli ára að fara úr 15 í 300", segir Sigurður....
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31