Frá fundinum í gærkvöldi
Samstöðufundur var haldinn á Víkingasvæðinu á Þingeyri í gærkvöldi. Fundinn boðaði Borgný Skúladóttir í samvinnu við Íbúasamtökin Átak. Um 30 manns mættu á Víkingasvæðið, eða 10% bæjarbúa, þrátt fyrir kalsaveður. Tilgangur fundarins var að mótmæla rotnu eiginhagsmunapoti, græðgi, spillingu og óheiðarleika í íslensku þjóðfélagi. Borgný hélt upphafsræðu fundarins og upp í pontu stigu einnig Sæmundur Þorvaldsson, Þórhallur Arason, Gunnhildur Björk Elíasdóttir og Guðmundur Ingvarsson. Áleitnar spurningar komu fram, eins og hvert upphaf núverandi ástands væri og vildu nokkrir meina að þar væri kvótabraskið rót þess vanda sem nú steðjar að þjóðinni og að kreppa hafi ríkt á Vestfjörðum í (allavega)15 ár. Þá hafi Reykvíkingar ekki nennt að hlusta á þetta landsbyggðarvæl um kvóta og þorskveiðar. Aðrir bentu á að Vestfirðingar kæmu betur út úr fjármálakreppunni en samlandar þeirra á höfuðborgarsvæðinu....
Meira