Angantýr verður sparisjóðsstjóri
Mikil umræða skapaðist að lokinni ræðu Geirmundar, en í henni fór hann yfir þá stöðu sem sparisjóðirnir hafa þurft að líða frá bankahruninu. Ekkert hefur bólað á framlagi ríkisins til sparisjóðanna á meðan byggt er undir þrjá ríkisbanka og aðrar fjármálastofnanir. Þá sagði Geirmundur að hógværð og ábyrgð væru aftur orðnar dyggðir og fólk flykkist því til sparisjóðanna og heilu samfélögin taka höndum saman um að standa vörð um sinn sparisjóð. „Fall viðskiptabankanna og breytt hugmyndafræði er tækifæri sparisjóðanna með óverulegri aðstoð. Sparisjóðirnir hafa góðan möguleika á að komast heilir í gegnum bankakreppuna og verða lykilaðilar í að endurbyggja trú og traust bæði Íslendinga og útlendinga á íslenskt bankakerfi."
Ný stjórn var kosin á fundinum. Auk Kristjáns Gunnarssonar, sem áður er getið, voru kjörin í stjórn Garðar Ketill Vilhjálmsson, sem jafnframt var kjörinn varaformaður á fyrsta fundi stjórnarinnar eftir aðalfundinn, Margrét Ágústsdóttir, sem er úr Keflavík eins og Kristján og Garðar, Heimir Ágústsson og Björgvin Sigurjónsson, en þeir tveir síðastnefndu koma frá öðrum sparisjóðum sem sameinuðust Sparisjóði Keflavíkur. Í varastjórn voru kosin Kristinn Jónasson, Guðbrandur Einarsson, Óskar Elísson, Jón Axelsson og Ásdís Ýr Jakobsdóttir.
Frá þessu er sagt á vef Sparisjóðsins í Keflavík.
http://www.spkef.is/frettir/236/Fjolmenni-a-adalfundi-Sparisjodsins/default.aspx