29.04.2009 - 00:10 |
Harmonikkudagurinn
Harmonikkudagurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Þingeyri, laugardaginn 2. maí. Harmonikkukarlarnir og Lóa ásamt Lína Hannesi og Jóni Sig. leika lög af ýmsum toga. Við fáum til okkar góða gesti okkur til aðstoðar því á dagskránni verður:
1. Kórsöngur - Kirkjukór Þingeyrar.
2. Karlar syngja, Krista, Raivo og Gunnar Gísli spila.
3. Dragedúkken hljómsveit spilar. Þetta efni er á vegum Tónlistaskólans.
Heiðursgestur (gestaspilari) verður Karl Jónatansson.
Sýnishorn af hljóðfæraleik fyrir dansi frá fyrri tímum allt til 1940.
Ásvaldur og Sigurður Friðrik leika á díatóniskar tvöfaldar harmoníkur.
Að þessari dagskrá lokinni hefst dansleikur, sem hefst á MARSI, sem Bergur Torfason stjórnar.
Kvenfélagskonur verða með kaffi og vöfflur með rjóma á vægu verði!
Dagskráin hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00.
Aðgangur ókeypis!
Allir velkomnir!
Hlökkum til að sjá ykkur.
Harmonikkukarlarnir og Lóa.