09.06.2009 - 10:47 | JÓH
Víkingaskipið Vésteinn sjósett
Víkingar á Þingeyri eru þessa dagana að undirbúa sumarstarfið og einn liður í því er að ýta víkingaskipinu Vésteini úr vör, en það var gert í fyrrakvöld. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd unnu margar hendur létt verk en skipið mun liggja í Byggðarendabótinni í sumar - tilbúið til siglinga.
Dýrafjarðardagar eru á næsta leyti og þá er ætlunin að bjóða upp á siglingar á Vésteini, sem og í allt sumar.