Blár litur einkennandi fyrir Dýrafjarðardaga
Nefndin vill einnig minna á að kassabílarallið verður á sínum stað og þeir sem vilja vera með eru hvattir til að fara dusta rykið af bílunum sínum eða jafnvel setja saman nýja.
Núna eru rúmar 3 vikur í hátíðina og vert að minnast á glæsilega dagskrá sem framundan er.
Hátíðin verður sett í Reiðhöllinni þar sem karlakórinn Ernir mun syngja og hörputónleikar verða í kirkjunni. Íþróttafélagið Höfrungur stendur fyrir sýningu á leikritinu Dragedukken, og leik- og listasýningin „Einstök sýning" fer fram í Haukadal. Grillveislan góða á víkingasvæðinu verður á sínum stað þar sem Ingó og Veðurguðirnir munu skemmta, en þeir munu einnig halda uppi fjörinu á dansleik síðar um kvöldið. Auk þess verður „Súpa í garði", listasýningar, sundlaugardiskó, strandblaksmót, hoppikastalar, sölubásar, andlitsmálning, víkingar, hestaferðir, bátsferðir og margt fleira skemmtilegt!
Þeir sem vilja leggja hönd á plóg við að gera Dýrafjarðardaga sem glæsilegasta eru hvattir til þess að setja sig í samband við Ernu í síma: 663 9833 e-mail: erh9@hi.is eða Guðrúnu Snæbjörgu í síma: 866 4269 e-mail: gudrun75@simnet.is.