14.12.2017 - 07:18 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason
Ingibjörg H. Bjarnason (1867 - 1941).
Dýrfirðingurinn Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941) var fyrsta íslenska konan til að taka sæti á Alþingi. 19. júní 2015 var afhjúpuð við Alþingishúsið höggmynd Ingibjörgu H. Bjarnason.
Ingibjörg H. Bjarnason fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 14. desember 1867, fyrir hundrað og fimmtíu árum. Hún var dóttir Hákonar Bjarnasonar, útgerðarmanns og kaupmanns á Bíldudal og Þingeyri, og k.h., Jóhönnu Kristínar Þorleifsdóttur.
Hákon var sonur Bjarna Gíslasonar, pr. á Söndum, og k.h., Helgu Árnadóttur, en Jóhanna Kristín var dóttir Þorleifs Jónssonar, prófasts í Hvammi í Hvammssveit, og k.h., Þorbjargar Hálfdánardóttur. Meðal bræðra Ingibjargar voru Lárus H. Bjarnason, sýslumaður, bæjarfógeti og hæstaréttardómari, og Ágúst H. Bjarnason, doktor í heimspeki, rektor HÍ og fyrsti forseti Vísindafélags Íslendinga, faðir Hákonar Bjarnason skógræktarstjóra.
Ingibjörg var í námi hjá Þóru, konu dr. Þorvaldar Thoroddsens náttúrufræðings og dóttur Péturs Péturssonar biskups. Þá stundaði hún nám í Kaupmannahöfn 1884-85 og 1886-93. Auk þess dvaldi hún erlendis 1901-1903 og kynnti sér þá m.a. skólahald í Þýskalandi og Sviss.
...
Meira