A A A
  • 1938 - Bergsveinn Jóhann Gíslason
  • 1986 - Rebekka Rós Reynisdóttir
17.12.2017 - 13:42 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Blábankinn á Þingeyri,Björn Ingi Bjarnason

Tónleikar og bókaupplestur í Blábankanum á Þingeyri

Hallgrímur Sveinsson les.
Hallgrímur Sveinsson les.
« 1 af 2 »

Miðvikudaginn 13. desember 2017 fór fram aðventustund í Blábankanum á Þingeyri. Húsfyllir vbar, glaumur og gleði enda dagskráin ekki af verri endanum, tónleikar með einstökum íslenskum hljóðfærum og upplestur úr nýútgefnum verkum Vestfirska forlagsins.


 Hjónin Jón Sigurðsson og Rakel Brynjólfsdóttir spiluðu og sungu falleg íslensk þjóðlög á langspil og íslenska fiðlu en Jón er hljóðfærasmiður og einn fárra sem smíðar langspil á Íslandi.
HallgrímurSveinsson  bókaútgefandi ogfræðimaður las úr nýútgefnum verkum Vestfirska forlagsins, en forlagið gefur út hvorki meira né minna en áttabækur nú fyrir jólin.   

...
Meira
17.12.2017 - 11:46 | Björn Ingi Bjarnason,Bændablaðið,Hallgrímur Sveinsson,Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson.,Vestfirska forlagið

Ný bók að vestan: Allt þetta fólk – Þormóðsslysið 18. febrúar 1943

Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 er mesta blóðtaka sem nokkurt íslenskt byggðarlag hefur orðið fyrir. Þá fórst 31 maður, þar af 9 konur og eitt barn. Í hópnum voru 6 hjón og pör, blómi samfélagsins á Bíldudal. 

Líf heillar byggðar og flestra fjölskyldna þar gjörbreyttist og bar merki þess uppfrá því. Einstaklingar lifðu í skugga slyssins og báru á sál sinni sár sem aldrei greru um heilt. 

Saga þessa fólks og örlaga þeirra birtist hér í heild sinni eftir öllum tiltækum heimildum sem og minningar höfundar og hugleiðingar. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson hefur lifað með þessum minningum og að hvatningu úr hópi þeirra 56 barna sem fólkið lét eftir sig og mörgu barnabarna sem af þeim eru komin hefur hann ritað þessa bók. ...
Meira
16.12.2017 - 15:50 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Blaðið Vestfirðingur,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska forlagið: - Fimm nýjar bækur að koma úr prentvélunum

Þessa dagana eru að koma út fimm nýjar bækur hjá Vestfirska forlaginu. Fyrr á árinu gaf forlagið út þrjár nýjar bækur. 

Þær nýjustu eru þessar:

100 Vestfirskar gamansögur Hallgrímur Sveinsson tók saman. 
Í þessari bók eru hundrað sögur úr hinum mikla þjóðsagnabanka Vestfirska forlagsins af Vestfirðingum. Flestar hafa þær komið á prenti áður í bókunum að vestan og víðar. Sögurnar lýsa orðheppni Vestfirðinga og hæfileika þeirra til að fanga augnablikið. Græskulaus gamansemi, sem allir hafa gott af, er aðalsmerki hinna vestfirsku sagna. Þessa bók köllum við Rauða kverið. 

Vestfirðingar til sjós og lands - Gaman og alvara fyrir vestan Hallgrímur Sveinsson tók saman. 
Bók þessi hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru. Tilgangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af hugsjón. En ekki til að græða peninga....
Meira
16.12.2017 - 09:17 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

16. desember 1879 - Ingibjörg Einarsdóttir lést

Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879).
Jón Sigurðsson (1811 - 1879) og Ingibjörg Einarsdóttir (1804 - 1879).
« 1 af 2 »
Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar forseta, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára. 

Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804.  Þau voru gefin saman 4. september 1845. Foreldrar Imbu voru Einar Jónsson, föðurbróðir Jóns, og kona hans Ingveldur Jafetsdóttir. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson fæddur 2. janúar 1777, látinn 31. október 1855, sóknarprestur á Hrafnseyri og kona hans Þórdís Jónsdóttir prestdóttir frá Holti í Önundarfirði fædd 1772, látin 28. ágúst 1862, húsmóðir.

Ingibjörg var jarðsett í Reykjavík 4. maí 1880 ásamt Jóni Sigurðsinsi manni sinum, sem lést 7. desember 1879....
Meira
14.12.2017 - 21:08 | Vestfirska forlagið,ruv.is,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason,bb.is

GETUR EKKI HÆTT

« 1 af 2 »

Fréttaritari RÚV á Vestfjörðum, Halla Ólafsdóttir, var með skemmtilegt innslag í fréttum í gærkvöld af bókaupplestri í sundlaug Þingeyrar, svo sannarlega frumlegt uppátæki. Þar var meðal annars rætt við Hallgrím Sveinsson sem hefur um árabil verið afkastamikill bókaútgefandi og hans vestfirska forlag lagt áherslu á vestfirskar bókmenntir.


Nýverið kom út bókin Vestfirðingar til sjós og lands – gaman og alvara fyrir vestan en það eru sögur sem Hallgrímur hefur sjálfur tekið saman. Um bókin segir Hallgrímur:
„Bókin hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Tilgangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Til þess var Vestfirska forlagið einmitt stofnað. Kannski bara af hugsjón. En ekki til að græða peninga.

...
Meira
14.12.2017 - 07:18 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Ingibjörg H. Bjarnason

Ingibjörg H. Bjarnason (1867 - 1941).
Ingibjörg H. Bjarnason (1867 - 1941).
« 1 af 2 »
Ingi­björg H. Bjarna­son fædd­ist á Þing­eyri við Dýra­fjörð 14. desember 1867, fyr­ir hundrað og fimm­tíu árum. Hún var dótt­ir Há­kon­ar Bjarna­son­ar, út­gerðar­manns og kaup­manns á Bíldu­dal og Þing­eyri, og k.h., Jó­hönnu Krist­ín­ar Þor­leifs­dótt­ur.

Há­kon var son­ur Bjarna Gísla­son­ar, pr. á Sönd­um, og k.h., Helgu Árna­dótt­ur, en Jó­hanna Krist­ín var dótt­ir Þor­leifs Jóns­son­ar, pró­fasts í Hvammi í Hvamms­sveit, og k.h., Þor­bjarg­ar Hálf­dán­ar­dótt­ur. Meðal bræðra Ingi­bjarg­ar voru Lár­us H. Bjarna­son, sýslumaður, bæj­ar­fóg­eti og hæsta­rétt­ar­dóm­ari, og Ágúst H. Bjarna­son, doktor í heim­speki, rektor HÍ og fyrsti for­seti Vís­inda­fé­lags Íslend­inga, faðir Há­kon­ar Bjarna­son skóg­rækt­ar­stjóra.


Ingi­björg var í námi hjá Þóru, konu dr. Þor­vald­ar Thorodd­sens nátt­úru­fræðings og dótt­ur Pét­urs Pét­urs­son­ar bisk­ups. Þá stundaði hún nám í Kaup­manna­höfn 1884-85 og 1886-93. Auk þess dvaldi hún er­lend­is 1901-1903 og kynnti sér þá m.a. skóla­hald í Þýskalandi og Sviss.

...
Meira
13.12.2017 - 17:56 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vegagerðin,Vestfirska forlagið

METVIKA Í DÝRAFJARÐARGÖNGUM

Í síðustu viku voru grafnir 78,5 m í Dýrafjarðargöngum sem er það mesta sem hefur verið grafið á einni viku hingað til. Heildarlengd ganganna í lok viku 49 var 741,2 m sem er 14,0% af heildarlengd ganganna.

Fram til föstudags var grafið í gegnum samskonar basalt og hefur verið síðustu vikur. Á föstudag kom í ljós kargi í gólfinu og var þá hætt að keyra efni á haugsvæði og því keyrt beint í fyllingu í veg.  Á nokkrum stöðum lekur aðeins af vatni inn í göngin í gegnum sprungur eða drenholur....
Meira
13.12.2017 - 07:03 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Andlát - Þröstur Sigtryggsson skipherra

Þröstur Sigtryggsson, skipherra (1929 - 2017).
Þröstur Sigtryggsson, skipherra (1929 - 2017).
« 1 af 2 »
Þröst­ur Sig­tryggs­son skip­herra lést síðastliðinn laug­ar­dag, 9. des­em­ber 2017. Hann var fædd­ur 7. júlí 1929, son­ur hjón­anna Hjaltlínu Mar­grét­ar Guðjóns­dótt­ur, kenn­ara og hús­freyju frá Brekku á Ingj­aldssandi, og séra Sig­tryggs Guðlaugs­son­ar, prests og skóla­stjóra á Núpi í Dýraf­irði. Bróðir Þrast­ar var Hlyn­ur Sig­tryggs­son veður­stofu­stjóri.

Þröst­ur ákvað snemma að gera sjó­mennsku að ævi­starfi. Hann tók inn­töku­próf í 2. bekk far­manna í Stýri­manna­skól­an­um haustið 1952 og út­skrifaðist frá Stýri­manna­skól­an­um 1954 og lauk prófi í varðskipa­deild í sama skóla 1954. Hann réðst þá sem stýri­maður hjá Land­helg­is­gæsl­unni og varð skip­herra 1960 og starfaði þar uns hann lét af störf­um árið 1990, og hafði þá tekið þátt í þrem­ur þorska­stríðum.

...
Meira
Eldri færslur
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28