Merkir Íslendingar - Sigurður Bjarnason frá Vigur
Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróður Stefáns skólameistara og alþm., föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðsins. Móðir Bjarna var Þórunn, systir Brynjólfs, langafi Þorsteins Gunnarssonar, leikara og arkitekts.
Meðal systkina Bjargar voru Haraldur leikari; Sigurður, faðir Björns, læknis og forstöðumanns á Keldum; Björgvin, hrl. og framkvæmdastjóri VSÍ, og Jón, skólastjóri og heiðursborgari Sauðárkróks, afi Óskars Magnússonar, fyrrv. útgefanda Morgunblaðsins. Björg var dóttir Björns, dbrm. og ættföður Veðramótaættar Jónssonar, b. í Háagerði Jónssonar, á Finnastöðum Jónssonar, bróður Jónasar á Gili, föður Meingrundar Eyjólfs, langafa Jóns, föður Eyjólfs Konráðs, alþm. og ritstjóra Morgunblaðsins.
Sigurður kvæntist Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara og eignuðust þau tvö börn, Hildi Helgu, sagnfræðing og blaðamann, og Ólaf Pál bókmenntafræðing.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1936, lögfræðiprófi frá HÍ 1941 og framhaldsnámi í lögfræði í Cambridge á Englandi. Hann var stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins frá 1947 og ritstjóri blaðsins 1956-69, var alþm. Norður-Ísafjarðarsýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1942-59 og alþm. Vestfjarðakjördæmis 1963-70.
Sigurður var sendiherra Íslands í Danmörku, fyrsti sendiherra Íslands í Kína, sendiherra í Bretlandi og víðar. Hann vann ötullega að heimkomu handritanna til Íslands, var forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar, formaður Blaðamannafélags Íslands og Norræna blaðamannasambandsins, var formaður Útvarpsráðs, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og einn af forsetum ráðsins, sat í Þingvallanefnd og var formaður Norræna félagsins.
Sigurður lést 5. janúar 2012.
Morgunblaðið.