A A A
12.03.2009 - 01:28 | HS

Jafnréttisumręša

Mżrarfell. Mynd: Davķš Davķšsson
Mżrarfell. Mynd: Davķš Davķšsson
Upp með húmorinn! Oft var þörf en nú er nauðsyn

Sá nýjasti úr Mýrahreppi í Dýrafirði: Mýrhreppingar eru félagslynt fólk og notar hvert tækifæri sem gefst til að koma saman og blanda geði hvert við annað, að önnum dagsins loknum. Ekki þarf stórafmæli til að menn komi saman til að drekka kaffi og spjalla og ræða málin, skepnuhöld, veðurfar og dægurmál almennt. Ef vel viðrar er Valdimar á Mýrum viss með að ávarpa hópinn svohljóðandi: "Hann stangar ekki hart í dag."

...
Meira
Myndin er frį Skólahreysti ķ fyrra. Mynd: bb.is
Myndin er frį Skólahreysti ķ fyrra. Mynd: bb.is
Keppni í Skólahreysti fór fram í síðasta mánuði á Ísafirði en þrjú lið af Vestfjörðum tóku þátt. Grunnskóli Þingeyrar stóð sig mjög vel í keppninni og hafnaði í 2. sæti, aðeins hálfu stigi á eftir sigurliðinu sem var frá Grunnskóla Ísafjarðar. Sigríður Halla Halldórsdóttir, nemandi í 9. bekk í Grunnskólanum á Þingeyri, sigraði í Hreystigreip en hún hékk í 4:22 mínútur. Metið í Hreystigreip er 05:29 mínútur en það setti Vogaskóli árið 2006. Síðan þá hefur engum tekist að komast svo nálægt metinu og því er þetta alveg frábær árangur hjá Sigríði Höllu. Aðspurð segist Sigríður Halla ekki hafa æft sig sérstaklega mikið í Hreystigreipinu en hún tekur virkan þátt í skólaíþróttunum. Við á Þingeyrarvefnum óskum Sigríði Höllu að sjálfsögðu til hamingju með glæsilegan árangur!...
Meira
Setiš yfir spilum ķ höfušstöšvunum. Eins og sjį mį er hausinn raušglóandi į spilamönnunum ķ Gosa, jafnt gestum sem heimamönnum, enda um aš ręša ķžrótt sem žarfnast svakalegrar einbeitingar og athygli, eigi įrangur aš nįst. Mynd: HS.
Setiš yfir spilum ķ höfušstöšvunum. Eins og sjį mį er hausinn raušglóandi į spilamönnunum ķ Gosa, jafnt gestum sem heimamönnum, enda um aš ręša ķžrótt sem žarfnast svakalegrar einbeitingar og athygli, eigi įrangur aš nįst. Mynd: HS.
Eins og eiginlega allir vita, er Bridgefélagið Gosi á Þingeyri elsta starfandi bridgefélag á Vestfjörðum. Í gegnum tíðina hefur verið spilað þar af miklum þrótti og margir Gosamenn gert garðinn frægan. Heldur hefur þó hallað undan fæti á síðustu misserum og hafa menn verið að hökta þetta á tveimur til þremur borðum, það er að segja hafi verið spilafært á annað borð. Á þessu blessaða ári hefur þó borið nokkuð nýrra við. Haldið þið ekki að Ísfirðingar, Súðvíkingar og fleiri norðanmenn hafi komið til Þingeyrar einu sinni í viku til að spila bridge! Og það ekki bara tveir eða þrír, heldur allt upp í 15 til 20 manns. Þetta er ótrúlegt en samt satt. Nánast ekkert hefur verið spilað á Ísafirði síðastliðin tvö ár og er það bæði synd og skömm því þeir norðanmenn eru miklir keppnismenn í bridge og gefa ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana, enda hafa þeir oft náð gífurlegum árangri, jafnvel á landsmælikvarða! Eftir þessu verður að álykta sem svo að miðstöð bridgeíþróttarinnar á Vestfjörðum sé nú á Þingeyri í Dýrafirði (Eftir því sem hinum bestu mönnum er kunnugt).
Einnig má álykta, að bridgemenn þar nyrðra telji að það sé jafn langt frá Ísafirði til Þingeyrar eins og frá Þingeyri til Ísafjarðar, eða þannig!
...
Meira
Það er vægast sagt undarlegt fyrir okkur landkrabbana, sem sumir okkar hafa aldrei migið í saltan sjó, að heyra það að nú eigi að draga úr öryggisþjónustu við sjómennina okkar. Fjárveitingar til þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á að skerða vegna fátæktar. Þetta eru slæmar fréttir, einhverjar þær verstu sem maður hefur heyrt lengi. Einkum og sér í lagi vegna þess að þetta er algjörlega út úr korti. Á árinu 2009 er áætlað að verja samkvæmt fjárlögum mörgum milljörðum króna í alls konar vitleysu á vegum ríkisins. Menn þurfa ekki annað en renna augum yfir þann lagabálk til að sjá það. Svo ætla menn að leyfa sér að draga úr öryggi sjómanna, sem aldrei er of mikið....
Meira
05.03.2009 - 01:19 | HS

Frį lišnu įri

Siguršur Frišrik Jónsson og Bergsveinn Gķslason.
Siguršur Frišrik Jónsson og Bergsveinn Gķslason.
Þessi ljósmynd var tekin á hinu árlega afmælismóti Magnúsar Helga Guðmundssonar í boccia 16. desember 2008 í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri. Þrátt fyrir dularbúning er ekki vandséð hverjir mennirnir á myndinni eru. Þetta eru auðvitað þeir Sigurður Friðrik Jónsson, útvegs- og landbóndi á Þingeyri og Bergsveinn Gíslason, sauðfjárbóndi á Mýrum, meðlimir hinnar kunnu hljómsveitar, Harmonikukarlarnir og Lóa, sem alltaf spilar á mótunum hjá Magnúsi. Siggi Friggi og Bergsveinn á Mýrum eru dæmigerðir vestfirskir höfðingjar úr alþýðustétt sem aldrei láta haggast, hvað sem á dynur. Þrátt fyrir að eitt stykki fjármálakerfi sé ný hrunið, má sjá það á myndinni að þeir félagar láta sér fátt um finnast og taka því sem að höndum ber með bros á vör. Þannig menn eru salt jarðar!
05.03.2009 - 01:16 | Tilkynning

Kaffidagur Dżrfiršingafélagsins veršur 8.mars

Frį Kaffidegi Dżrfiršingafélagsins 2006
Frį Kaffidegi Dżrfiršingafélagsins 2006
Hinn árlegi kaffidagur Dýrfirðingafélagsins verður haldinn í *Fella- og Hólakirkju* (Hólabergi 88 í Breiðholtinu, í næsta nágrenni Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs) *sunnudaginn 8. mars.* Sú hefð hefur skapast að Dýrfirðingar hafa fjölmennt í messu sem hefst kl. 14:00 og síðan verður sala á kaffi og meðlæti strax á eftir eða um kl. 15:00. Allur ágóði af kaffisölunni fer í sjóð sem styrkir góð málefni í Dýrafirði. Kaffinefnd félagsins, skemmtinefnd og stjórn mæta með kökur, brauð og fleira góðgæti til að hafa með kaffinu. Við minnum á að við erum ekki posavædd svo munið eftir reiðufénu!...
Meira
05.03.2009 - 01:14 | Tilkynning

Nįmskeiš ķ bogasmķši hefst ķ kvöld

Nokkrir vķkingar Vestfjarša.
Nokkrir vķkingar Vestfjarša.
Námskeið í bogasmíði hefst í kvöld á vegum Víkinga á Vestfjörðum á Þingeyri. Nú um helgina 6.-8. mars, verður haldið námskeið í smíði boga eins og víkingar gerðu og notuðu fyrr á öldum. Leiðbeinandi verður Eric Zehmke frá Danmörku. Efni og verkfæri eru til staðar á námskeiðinu. Eric Zehmke hefur áður komið til Þingeyrar og haldið þar námskeið í skógerð frá frá tímum víkinga. Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir fullorðna....
Meira
18.02.2009 - 01:25 | JÓH

Opinn borgarafundur ķ kvöld

Fundur ķ Félagsheimilinu ķ kvöld
Fundur ķ Félagsheimilinu ķ kvöld
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar heldur opna borgarafundi á Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði á miðvikudag og fimmtudag. Á fundunum verða kynntar hugmyndir að aðhalds- og hagræðingaraðgerðum og þær ræddar við bæjarbúa. Skorað er á áhugasama að mæta. Borgarafundurinn á Þingeyri verður í félagsheimilinu í kvöld, 18. febrúar kl. 20:30.
Eldri fęrslur
« Október »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31