A A A
  • 1941 - Sandra Jóhannsdóttir
  • 1944 - Mįlfrķšur Vagnsdóttir
05.06.2008 - 00:40 | Tilkynning

Heimasķša Dżrafjaršardaga

Dýrafjarðardagar hafa nú opnað heimasíðu. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um það sem verður í boði t.d hver hefur skráð sig í að vera með súpu í garðinum, dagskrá helgarinnar og einnig er hægt að skoða myndir og fleira. Einnig er þar að finna slóð að heimasíðu um kassabílarallýið sem verður á Dýrafjarðardögunum þar sem eru upplýsingar, reglur, verðlaun og margt fleira.

Við erum að leita að myndum til að setja inná heimasíðu Dýrafjarðardaga. Ef þú lumar á myndum vinsamlega hafðu samband við Daðey í síma 8671699.

04.06.2008 - 00:43 | bb.is

Fręddust um ķslenska hestinn

Frį heimsókn grunnskólabarna frį Flateyri. Mynd: Vefur Storms.
Frį heimsókn grunnskólabarna frį Flateyri. Mynd: Vefur Storms.
Áttatíu börn úr þremur grunnskólum í Ísafjarðarbæ heimsóttu hestamannafélagið Storm á Þingeyri á dögunum. „Það hefur verið mikið að gera hjá Nönnu Björk formanni Storms og hennar starfsfólki síðustu daga, því grunnskólabörn í Ísafjarðarbæ hafa verið á ferð og flugi sér til ánægju og gleði síðustu dagana í skólanum. Að sjálfsögðu hafa þau fengið fróðleik um íslenska hestinn og farið á hestbak", segir á vef Storms. Þá styttist reiðnámskeið fyrir börn,unglinga og óvana hjá Stormsmönnum. Fyrra námskeiðið hefst 10. júní og það seinna 10. júlí. Kennt verður í reiðhöllinni á Söndum og í kennslugerði, fyrir og eftir hádegi. Leiðbeinandi verður Guðrún Astrid Elvarsdóttir. Skráning fer fram hjá Nönnu Björk Bárðardóttur í síma 895-0711 en eins er að finna nánari upplýsingar á Stormsvefnum. http://www.123.is/stormur/
Íslenskur hátækniiðnaður hefur sent bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bréf þar sem fram kemur að fyrirtækið er horfið frá því að kanna nánar kosti þess að setja niður olíuhreinsistöð á Söndum í Dýrafirði, en muni nú snúa sér að frekari athugunum vegna Hvestu í Arnarfirði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að þessi niðurstaða komi sér ekki beint á óvart út frá landfræðilegum aðstæðum í Arnarfirði. "Hins vegar er ég hugsi yfir samfélagsþáttunum með hliðsjón af skýrslunni sem gerð var um þá hluti fyrr í vetur. Ég hefði haldið að Dýrafjörður væri nærtækari kostur með tilliti til þeirra þátta heldur en Arnarfjörðurinn" segir Halldór. Hann bendir á að í Vesturbyggð og Tálknafirði séu einungis um 1200 íbúar á móti fimm þúsund íbúum hér norðanmegin. Nálægð við þjónustu og aðsæður á atvinnusvæðinu hljóti því að vera hagstæðari hérna megin. "En það eru auðvitað fjárfestarnir sjálfir sem ákveða þetta" segir Halldór "og það hlýtur að velta á faglegu mati fyrst og fremst." Halldór segist ekki hafa viljað fara í "fegurðarsamkeppni" á móti suðursvæðinu um staðsetningu olíuhreinsistöðvar. "Auðvitað geta menn lagst í mikla vinnu við að halda fram sínu svæði og kostum þess - en á endanum eru það aðstæðurnar sjálfar sem ráða vali fjárfestanna. Þeir taka sína ákvörðun á grundvelli faglegs og hlutlægs mats" segir Halldór.
Alp Mehmet breski sendiherrann į Ķslandi afhjśpar minnisvaršann įsamt Gušrśnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarpresti į Žingeyri. Mynd: Bergžór Gunnlaugsson.
Alp Mehmet breski sendiherrann į Ķslandi afhjśpar minnisvaršann įsamt Gušrśnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarpresti į Žingeyri. Mynd: Bergžór Gunnlaugsson.
Minnisvarða breskra sjómanna var afhjúpaður í Þingeyrarkirkjugarði á sjómannadag. Breski sendiherrann á Íslandi, Alp Mehmet, afhjúpaði minnisvarðann að lokinni sjómannadagsmessu ásamt Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur sóknarpresti á Þingeyri. Tengsl breskra sjómanna við Dýrafjörð ná langt aftur en ein elsta heimildin getur um fjárstyrk frá breskum togaraeigendum til að taka þátt í að reisa sjúkraskýli á Þingeyri snemma á síðustu öld. Þeir áttu hagsmuna að gæta vegna togara sinna á Vestfjarðamiðum sem leituðu mjög til hafnar á Þingeyri til að verða sér úti um vistir og vatn, vegna viðgerða og komu iðulega með sjúka menn og slasaða....
Meira
30.05.2008 - 00:51 | Tilkynning

Dansiball į Žingeyri annaš kvöld!

Žaš veršur diskó og dans ķ Félagsheimilinu į laugardagskvöldiš.
Žaš veršur diskó og dans ķ Félagsheimilinu į laugardagskvöldiš.
Dansiball verður í Félagsheimilinu á Þingeyri á Sjómannadagskvöldið 31. maí n.k. Fjörið byrjar klukkan 23:00 og stendur til klukkan 03:00. Aðgangseyrir er 1000.- kr. Tónlistarflutningur verður í umsjón DJ Luis de Marco. Nú er um að gera að skella sér í diskóskóna og drífa sig á ekta diskó og dansa eftir takti hins suðræna og skúkklaðibrúna Spánverja sem þeytir skífum.

Góða skemmtun
f.h. nefndarinnar
Guðrún S. Sigþórsdóttir

Knattspyrnuskóli Íslands verður haldinn á Þingeyri dagana 10. - 13. júlí 2008. Fyrir alla knattspyrnuiðkendur, stráka og stelpur, sem eru 11 - 17 ára, þ.e. fædd 1991-1997, sem eru: 3., 4. og 5. flokkur og yngsta ár í 2. flokki. Tilgangurinn er að bjóða knattspyrnuiðkendum á Vestfjörðum uppá úrvals knattspyrnuskóla á svæðinu. Í skólanum er kennd tækni, taktík og gildi rétts hugarfars. Skólasetning fer fram fimmtudaginn 10. júlí kl. 21:15 í Grunnskólanum á Þingeyri. Mæting/skráning kl. 20:00 - 21:00 þann sama dag. Skólaslit verða sunnudaginn 13. júlí kl. 21:00....
Meira
29.05.2008 - 00:58 | eöe

Gręnn dagur ķ grunnskólanum og fleira.

Í dag, fimmtudaginn 29. maí er Grænn dagur í Grunnskólanum á Þingeyri. Nemendur og starfsmenn eru því utandyra í dag að huga að næsta nágrenni skólans s.s. týna rusl og grót af lóðinni, huga að plöntum og beðum á skólalóðinni. Einnig verður nýjum plöntum komið fyrir á skólalóðinni. Hluti nemenda og starfsmanna er að vinna í gróðurreit skólans rétt innan við bæinn. Þar eru plöntur sem nemendur skólans hafa sett niður og hugað að í mörg ár. Skóladegi nemenda lýkur í hádeginu eftir að hafa fengið hádegismat á Víkingasvæðinu.


Á morgun, föstudaginn 30. maí er leikjadagur hjá nemendum í 3.-6. bekk skólans. Nemendur í 3.-4. bekk fara og hitta jafnaldra sína í Ísafjarðarbæ á Suðureyri. Nemendur í 5.-6. bekk taka á móti jafnöldrum sínum í Ísafjarðarbæ á Þingeyri.

...
Meira
Dżrafjöršur. Mynd: Davķš Davķšsson.
Dżrafjöršur. Mynd: Davķš Davķšsson.
Siglingar olíuflutningaskipa um Vestfirði geta verið varhugaverðar, bæði þar sem þar eru að finna mikilsverð fiskimið sem og uppeldisslóðir fiskungviðs og jafnframt eru veður válind. Þetta segir Svend-Aage Malmberg haffræðingur í grein sem birt hefur verið á Þingeyrarvefnum. „Bent skal á að á undanförnum árum, a.m.k. tveimur áratugum, var háð barátta um að beina siglingaleiðum olíuflutninga við Suðvesturland út fyrir Eldey og djúpt fyrir Reykjanesskaganum. Það var mikið olíuslys við Lands End á Suður Englandi (Torry Canyon 1967) sem hrundi af stað viðleitni til að breyta siglingaleiðum olíuflutningaskipa þar suður frá. Við tókum til við að vinna að svipuðu máli varðandi olíuflutninga við Ísland. Þá var einkum horft til veðurhams og hrygningaslóða á Selvogsbanka og annars staðar á landgrunninu fyrir Suðvesturlandi. Málefnið var ekki átakalaust við hagsmunaaðila og fór í strand um hríð. Að lokum virðist málið hafa leysts á árinu 2007„, segir í greininni....
Meira
Eldri fęrslur
« Desember »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör