A A A
  • 1957 - Sigrķšur Žórdķs Įstvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigrķšur Skśladóttir
  • 2004 - Aušbjörg Erna Ómarsdóttir
22.01.2009 - 01:52 | bb.is

Um 80% nemenda ķ ķžróttum

Um 80% nemenda Grunnskólans į Žingeyri stunda blak, körfubolta eša fótbolta.
Um 80% nemenda Grunnskólans į Žingeyri stunda blak, körfubolta eša fótbolta.
Um 80% nemenda Grunnskólans á Þingeyri stunda blak, körfubolta eða fótbolta. Á vef skólans kemur fram hve mikil ánægja er með hversu heilbrigðan lífsstíl nemendur skólans tileinka sér. „Þannig koma nemendur oft með ávexti og grænmeti í nesti, borða flestir heitan og næringarríkan hádegismat og taka vel á því í íþróttatímum í skólanum", segir á GÞ-vefnum. Nemendur í gagnfræðibekkjum skólans undirbúa sig nú undir ferð til Reykjavíkur á ávisst mót í Skólahreysti dagana 11.-13. febrúar sem ætlað er að stuðla að auknu hreysti ungmenna í landinu. „Mikil og skemmtileg dagskrá hefur verið sett saman og vonandi munu allir geta tekið þátt", segir á vef skólans.
śast mį viš aš yfir 3000 minjastašir séu ķ Ķsafjaršarbę.
śast mį viš aš yfir 3000 minjastašir séu ķ Ķsafjaršarbę.
Í Ísafjarðarbæ eru skráðar 22 friðlýstar fornminjar samkvæmt friðlýsingaskrá. Að því er fram kemur í drögum að greinargerð með aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2008-2020 voru 165 bæir á skipulagssvæðinu á 19. öld. Sé reiknað með 20 minjastöðum á jörð að meðaltali, má búast við að í Ísafjarðarbæ séu samtals um 3300 minjastaðir. Búið er að skrá 278 minjastaði, eða eingöngu 12% af öllum minjastöðum í sveitarfélaginu....
Meira
Frišfinnur Siguršsson vagnsstjóri viš einn af strętisvögnunum sem gengur um götur Ķsafjaršarbęjar. Mynd: bb.is
Frišfinnur Siguršsson vagnsstjóri viš einn af strętisvögnunum sem gengur um götur Ķsafjaršarbęjar. Mynd: bb.is
Vegna vetrarfærðar og mikillar notkunar þarf að flýta morgunferð Strætisvagna Ísafjarðarbæjar frá Þingeyri til Ísafjarðar með viðkomu á Flateyri. Ferðin hefur verið farin kl. 7 en nú leggur strætó af stað kl. 6.55 þar til vorar en þá verður áætluninni breytt til baka. Brunnið hefur við að vagninn hafi komið 5-8 mínútum seinna en stefnt var að á áfangastað á Ísafirði. Ástæðan er hálka og erfið færð á vegum. Þar að auki hefur mikil fjölgun farþega orðið til þess að stoppa þarf á fleiri stöðvum á leiðinni, en eins og kunnugt er hefur strætó verið gjaldfrjáls í Ísafjarðarbæ frá 1. janúar 2008 og hefur notkun á vögnunum aukist mikið. „Vonast er til að þessi breyting valdi ekki ónæði fyrir farþega", segir í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ.
14.01.2009 - 01:57 | Tilkynning

Žorrablót 2009

Frį žorrablóti 2007. Mynd: Bergžór Gunnlaugsson.
Frį žorrablóti 2007. Mynd: Bergžór Gunnlaugsson.
Hið árlega þorrablót Slysavarnardeildarinnar Varnar verður haldið laugardagskvöldið 24. janúar 2009. Þetta árið verður brugðið út af vananum og verður gestum boðið upp á að velja sér rétti af hlaðborði. Á hlaðborðinu verður hinn hefðbundni íslenski þorramatur. Ekki er búið að breyta öllum venjum og verða skemmtiatriði á sínum stað ásamt happdrættinu. Veglegir vinningar í boði. Að borðhaldi loknu verður stiginn dans, Þórunn og Halli sjá um fjörið!!

Gengið verður í hús föstudagskvöldið 16. janúar til að kanna áhuga á þátttöku.

...
Meira
13.01.2009 - 01:59 | bb.is

Ślfar ehf., bauš lęgst ķ lóšafrįgang

Tjörn į Žingeyri.
Tjörn į Žingeyri.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að gengið verði til samninga við Úlfar ehf., um lóðarfrágang við dvalarheimilið Tjörn á Þingeyri, með þeim fyrirvara að staðfesting á hlut heilbrigðisráðuneytis í verkinu berist. Úlfar ehf., bauð lægst í verkið en fjögur tilboð bárust. Tilboð Úlfars hljóðaði upp á 10,7 milljónir króna eða 64,3% af kostnaðaráætlun. Einnig bauð Brautin sf., 15,3 milljónir króna, Gröfuþjónusta Bjarna bauð 13,5 milljónir og Sigmundur F. Þórðarson bauð 12,4 milljónir. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 16,6 milljónir króna. Heilbrigðiseftirlitið áformar að leggja 10 milljónir til verksins og er gert ráð fyrir að þeir fjármunir komi fljótlega.
07.01.2009 - 02:05 | bb.is

Rętt um nżtingu Žingeyrarflugvallar

Flugstöšin į Žingeyrarflugvelli.
Flugstöšin į Žingeyrarflugvelli.
„Það kom fram hjá báðum aðilum að þeir væru að skoða allar leiðir til að nýta flugvöllinn betur en um leið kom fram að það væru mjög mörg tilvik þar sem hann nýtist ekki sem varaflugvöllur fyrir Ísafjörð og mörg þeirra hefðu verið fyrirséð alla tíð," segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, en hann átti fund með fulltrúum Flugfélags Íslands og Flugstoða ásamt formanni bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, en efni fundarins var nýting Þingeyrarflugvallar og hvort væri hægt að auka frekar nýtingu hans sem varaflugvallar fyrir Ísafjarðarflugvöll. „Það var vitað þegar ákveðið var að leggja slitlag á völlinn að í mörgum tilvikum yrði ófært á hann þegar ófært er til Ísafjarðarflugvallar," segir Halldór. Halldór segir fundinn hafa fyrst og fremst verið til að ræða málin en menn voru sammála um að reyna alla möguleika á betri nýtingu.
...
Meira
07.01.2009 - 02:02 | bb.is

Jaršgöng ķ óvissu

Dżrafjöršur. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Dżrafjöršur. Ljósm: © Mats Wibe Lund.
Samgönguráðherra og Vegagerðin taka ákvörðun um næstu mánaðarmót í hvað verk verður ráðist en nokkuð ljóst er að ráðist verður í mannfrek verk á suðvesturhorni landsins. Vegagerðinni eru áætlaðir sex til sjö milljarðar króna til nýrra verka í ár. Fjárhæðin er töluvert lægri en áður var gert ráð fyrir. Önnur verkefni sem er óvíst um eru Norðfjarðargöng, Dettifossvegur, Vopnafjarðarvegur og brú yfir Hornafjarðarfljót. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, sagði í samtali við RÚV, afar líklegt að stærri verkefni komist ekki af stað á þessu ári og að þeim verði frestað fram á næsta ár eða lengur en formleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Horft verður til mannaflsfrekra verkefna á suðvesturhorni landsins því þar sé atvinnuástandið verst.
...
Meira
07.01.2009 - 02:01 | bb.is

Įlfar gengu ķ hśs į Žingeyri

Frķša og dżriš voru į mešal pśkanna og įlfanna sem gengu ķ hśs į Žingeyri į žrettįndanum. Mynd: Nanna Björk Bįršardóttir.
Frķša og dżriš voru į mešal pśkanna og įlfanna sem gengu ķ hśs į Žingeyri į žrettįndanum. Mynd: Nanna Björk Bįršardóttir.
Fríða og dýrið voru á meðal púkanna og álfanna sem gengu í hús á Þingeyri í gærkvöldi, sungu og þáðu góðgæti. Um er að ræða skemmtilega hefð sem hefur verið við lýði á Þingeyri í mörg ár en þá ganga grímuklædd börn í hús og þiggja góðgerðir. Þessi siður á Þingeyri mun allt að því einstæður á þrettándanum en hann hefur þróast þannig síðustu árin að álfarnir eru farnir að syngja fyrir mannfólkið að launum fyrir sælgæti. Í öðrum byggðum hér vestra er almennast að þessi háttur sé hafður á öskudaginn.
Eldri fęrslur
« Jślķ »
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31