24.03.2010 - 11:27 | BB.is
Samingur um skólaakstur framlengdur
Meirihluti bæjarráðs Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að gildandi samningur um skólaakstur í Dýrafirði verði framlengdur um eitt ár, með þeim fyrirvara, að samkomulag náist um lækkun kostnaðar. Á síðasta bæjarráðsfundi var rætt um endurskoðun á samningum um skólaakstur, útboð eða framlengingu samninga, þar sem tekið væri tillit til breytinga, sem orðið hafa m.a. á fjölda nemenda. Bæjarfulltrúinn Arna Lára Jónsdóttir lét bóka að hún teldi rétt að farið yrði í útboð á skólaakstri í Dýrafirði.