Lægsta tilboð í byggingu Mjólká III 57% af kostnaðaráætlun
KNH ehf., á Ísafirði bauð kr. 107.767.232.- í verkið (88%), því næst kom Hannes Jónsson ehf., með kr. 113.272.300.- (92%), þá Árni ehf., með kr. 118.361.450.- (97%) og Vélgrafan ehf., sem bauð kr. 128.231.600.- (105%). Víðimelsbræður ehf., buðu kr. 130.098.850 í verkið (106%), þá kom Borgarverk ehf., með kr. 131.980.418.- (108%), þá Spýtan ehf., á Ísafirði sem bauð kr. 143.299.725.- (117%) og hæsta tilboðið kom frá Ístak E.Phil & Sön A/S, sem buðu kr. 161.854.462.- (132%). Kostnaðaráætlun verktaka hljóðaði upp á kr. 122.598.807.
Verklok eru áfangaskipt og eru þau stærstu frá ágúst og fram í október á þessu ári. Verkinu skal að fullu lokið í desember á þessu ári. Tilboðin verða nú yfirfarin og áreiðanleikakönnun gerð en verktími hefst þegar samið hefur verið við verktaka.