A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
22.03.2010 - 22:29 | BB.is

Gengið um Dýrafjörð

Göngugörpunum leist ekki á að fara yfir Núpsá á fjölum, en enginn datt í ánna. Ljósm: Hilmar Pálsson.
Göngugörpunum leist ekki á að fara yfir Núpsá á fjölum, en enginn datt í ánna. Ljósm: Hilmar Pálsson.
Þrjátíu og fimm manns tóku þátt í fjórðu göngu Ferðafélags Ísafjarðar um helgina. Hópurinn hittist á hlaðinu við Núpsskóla í Dýrafirði. Þaðan var gengið sem leið liggur inn að kirkju og messaði Sæmundur Þorvaldsson frá Læk í Dýrafirði yfir göngugörpunum og rakti stuttlega sögu staðarins og þeirra sem þar bjuggu. Þá var haldið inn í Skrúð þar sem garðurinn var skoðaður og saga hans rifjuð upp. Þá var haldið yfir að Læk og gengið yfir stíflumannvirkin til að komast yfir Núpsá. Sæmundur rakti þar fyrir hópinn söguna á staðnum og þá merku virkjun sem þar hefur verið í tugi ára.

 

Síðan var haldið niður í átt að varpinu og niður í fjöru og saga varpsins rakin og menn fengu sér nestisbita og kaffi. Þá var farið aftur yfir ána á fjölum og leist sumum ekki á, en enginn datt nú í ánna. Sæmundur hafði einnig bíl með kerru til taks ef á þyrfti að halda. Þá voru skoðaðar gamlar rústir við árósinn og meðal annars minnt á rústir virkjunar sem tilheyrðu Núpsskóla og framleiddi rafmagn fyrir skólann áður og fyrr.

 

Því næst var haldið aftur heim á hlað að Núpi og göngumenn þökkuðu fyrir sig og héldu heim á leið. Gengnir voru um fimm kílómetra og tók gangan um tvær klukkustundir.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31