22.03.2010 - 23:22 | JÓH
Góður árangur í Skólahreysti
5 krakkar frá Grunnskólanum á Þingeyri héldu til Reykjavíkur í síðustu viku og kepptu í Skólahreysti fyrir hönd skólans. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og lentu í 3 sæti í sínum riðli, aðeins hálfu stigi á eftir Grunnskóla Bolungarvíkur. Lið Grunnskólans á Ísafirði sigraði með nokkrum yfirburðum.
Blómey Karlsdóttir vakti mikla athygli því hún náði langbesta tíma dagsins í hreystigreipi, sem snýst um að hanga sem lengst í slá. Auk þess var Blómey með þriðja besta tímann af öllum 110 skólunum sem kepptu í Skólahreysti 2010.
Frá þessu er sagt á vef Grunnskólans á Þingeyri.
Blómey Karlsdóttir vakti mikla athygli því hún náði langbesta tíma dagsins í hreystigreipi, sem snýst um að hanga sem lengst í slá. Auk þess var Blómey með þriðja besta tímann af öllum 110 skólunum sem kepptu í Skólahreysti 2010.
Frá þessu er sagt á vef Grunnskólans á Þingeyri.