06.05.2010 - 21:35 | BB.is
Vesturbyggð tekur undir áskorun
Bæjarráð Vesturbyggðar styður eindregið þau sjónarmið sem fram koma í áskorun samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga vegna Dýrafjarðarganga og Vestfjarðavegar 60. Þar skorar samgöngunefnd FV á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga og staðfesta þannig fyrri vilja Alþingis og Vestfirðinga að göngin milli Dýrafjarðar og Arnafjarðar verði sett á áætlun samhliða Norðfjarðargöngum sem næsta jarðgangaframkvæmd á Vestfjörðum.