03.05.2010 - 23:51 | BB.is
Taka undir áskorun vegna Dýrafjarðarganga
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps tekur heils hugar undir áskorun Fjórðungssambands Vestfirðinga þar sem skorað er á samgöngunefnd Alþingis að setja aftur inn á samgönguáætlun áranna 2009- 2012 framlög til Dýrarfjarðaganga, sem eru forsenda allra áætlana um uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu og opinberrar stjórnsýslu á Vestfjörðum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi sveitarstjórnar. Þar er jafnframt skorað á samgönguyfirvöld að hefja nú þegar undirbúningsvinnu við gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar í samræmi við ályktanir sem gerðar hafa verið á þingum Fjórðungssambands Vestfirðinga undanfarin ár.