18.05.2010 - 18:06 |
Leikskólabörn heimsóttu Gámaþjónustuna og Funa
Gámaþjónusta Vestfjarða og Sorpbrennslustöðin Funi buðu öllum sex ára börnum í Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og í Súðavík í heimsókn á dögunum. Alls mættu sextíu og fimm börn. Þetta er í níunda sinn sem Gámaþjónustan býður til sín sex ára börnum. Alls tóku átta leikskólar þátt í verkefninu, sem er að þessu sinni tileinkað átakinu samskipti manns og náttúru. Venjan er að hver leikskóli fái innrammaða mynd tengda verkefninu, sem að þessu sinn er hönnuð af börnum á leikskólanum Kofraseli Súðavík. „Mörg falleg listaverk komu frá leikskólunum, mesta athygli vakti verk frá leikskólanum Laufás á Þingeyri þau komu með eldfjall og létu fjallið gjósa," segir á vef Gámaþjónustunnar.