03.05.2010 - 23:48 | BB.is
Undirskriftasöfnun hafin vegna Dýrafjarðarganga
Stofnað hefur verið til undirskriftasöfnunar á veraldarvefnum þar sem skorað er á Alþingi að setja aftur inn á samgönguáætlun áranna 2009-2012 framlög til Dýrafjarðarganga, svo að bjóða megi verkið út þegar á næsta ári. „Við krefjumst þess að alþingismenn viðurkenni nauðsyn þess að tengja saman byggðir á Vestfjörðum með því að staðfesta áður samþykkta áætlun um gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Vilji Vestfirðinga er skýr: Dýrafjarðargöng aftur inn á áætlun!" segir vef undirskriftasöfnunarinnar.
Hægt er að nálgast undirskriftasöfnunina hér.