06.06.2010 - 12:51 | JÓH
Lífgað upp á Ölduna
Ólafur Guðni Steinþórsson, múrari á Þingeyri, hefur unnið að nýju útliti á gömlu Öldunni að Fjarðargötu 4. Öllu bjartara er yfir húsinu núna en það var málað hvítt um síðustu helgi. Fyrr í vetur var húsið múrað og skipt um þak á því.
Húsið var byggt af Natanaeli Mósessyni kaupmanni frá Bakka í Dýrafirði á síðustu öld og hýsti verslunina Ölduna. Nokkru síðar var þar starfrækt leikfangaverksmiðjan Aldan.
Húsið var byggt af Natanaeli Mósessyni kaupmanni frá Bakka í Dýrafirði á síðustu öld og hýsti verslunina Ölduna. Nokkru síðar var þar starfrækt leikfangaverksmiðjan Aldan.