A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
10.06.2010 - 17:02 | BB.is

Vel sóttir kærleiksdagar í Dýrafirði

Núpur Í Dýrafirði
Núpur Í Dýrafirði
Kærleiksdagarnir að Núpi hófust á mánudag en þetta er í áttunda sinn sem þeir eru haldnir í Dýrafirði. Hver sem hefur áhuga á að rækta líkama, sál eða anda ætti að finna eitthvað við sitt hæfi á Kærleiksdögunum en á þriðja tug manna bjóða upp á einkatíma á meðan þeim stendur, frá tarotlestri til svæðanudds. Að sögn Sigurðar Arnfjörð hótelstjóra að Núpi er þátttakan góð og skráningar hafa verið ívið meiri en á Kærleiksdögum í fyrra. Á dagskrá er m.a. að finna skapandi skrif, jóga, fyrirlestra, gönguferðir, slökun, hugleiðslu og hraðhreinsun. Helgin er þó viðamest í þyngst hvað viðkemur viðburðum en þá verður boðið upp á faðmlagspartý, hópheilun og fyrirlestra. Kærleiksdagar standa fram að 18. júní.

Dagskrána er að finna á vef Núps.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31