Hátíðarsamkoma á Hrafnseyri við Arnarfjörð
Húsið á Hrafnseyri var byggt um 1960 sem prestsetur og skóli. Við úttekt á húsinu kom í ljós að það þarfnaðist verulegs viðhalds við og endurnýja þurfti raflagnir, töflu, frárennsli, lagnir og rotþró. Húsið uppfyllti heldur ekki skilyrði um aðgengi hreyfihamlaðra, brunahönnun og fleira.
Ákveðið var að taka neðri hæðina undir sýningu og flytja íbúð staðarhaldara upp á efri hæð. Nýr inngangur var settur á miðja framhlið hússins og veröndinni undir svölunum lokað með gleri.
Á morgun verður opnuð nýstárleg sýning um Jón að Hrafnseyri sem hefur yfirskriftina „Líf í þágu þjóðar - Jón Sigurðsson 1811-1879." Hún er sett fram á 90 m löngum, gegnsæjum vegg úr plexigleri í textum og myndum, margmiðlun, munum og hljóðsetningum.
Í tilefni afmælisársins verður ókeypis á sýninguna í allt sumar.