21.06.2011 - 08:15 | JÓH
Gallerí Koltra og Upplýsingamiðstöðin í nýju húsnæði
Gallerí Koltra og Upplýsingamiðstöðin á Þingeyri hafa fært sig um set og eru nú til húsa í Gamla Kaupfélaginu á Vallargötu 1. Húsið er eitt af elstu verslunarhúsnæðum landsins, reist árið 1874 og hýsti áður Kaupfélag Dýrfirðinga, eða allt þar til nýtt verslunarhúsnæði Kaupfélagsins var byggt árið 1947. Opið verður daglega í Gallerí Koltru og Upplýsingamiðstöðinni í sumar, milli kl. 10 og 18.