20.07.2011 - 13:34 | JÓH
Um 1250 sundlaugargestir síðastliðna viku
Það er óhætt að segja að líf og fjör hafi verið í Dýrafirði síðustu daga. Fyrir utan nokkur fjölskyldu- og ættarmót í firðinum þá fagnaði Hestamannafélagið Stormur 40 ára afmæli sínu með félagsmóti á Söndum. Þá fór fram skemmtiskokk, hjólreiðakeppni og Vesturgötuhlaup, sem allt eru liðir í Hlaupahátíð á Vestfjörðum, og hlauparar á vegum Friðarhlaupsins útnefndu Þingeyri sem friðarþorp. Allir viðburðir voru vel sóttir enda veður eins og best var á kosið, og til gamans má geta að um 1250 manns hafa sótt sundlaugina á Þingeyri síðustu 7 daga.