Þingeyri útnefnd friðarþorp
Rúnar Páll Ingólfsson, einn af aðstandendum Friðarhlaupsins, segir að saga Þingeyrar hafi verið ástæðan fyrir útnefningunni. Bærinn sé gamall verslunarstaður sem hafi verið miðstöð margra þjóða, og þar hafi ríkt friður þrátt fyrir ólíkan uppruna fólks. Það hafi því verið við hæfi að minnast friðarins með þessum hætti.
Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup, en það var stofnað af Sri Chinmoy árið 1987. Tilgangur þess er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil. Hlaupið er skipulagt af alþjóðlegu neti sjálfboðaliða og hefur Ísland verið þátttakandi frá upphafi. Hlaupið í ár hófst 5. júlí á Seltjarnarnesi og því lýkur við Ráðhúsið í Reykjavík næstkomandi föstudag, 22. júlí. Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á heimasíðu World Harmony Run.
Borgný Gunnarsdóttir tók myndir af Friðarhlaupinu og þær eru að finna í albúminu.