A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
12.09.2011 - 15:28 | bb.is

30% aukning hjá Hótel Núpi

Hótel Núpur í Dýrafirði.
Hótel Núpur í Dýrafirði.
Mikil aukning er í gestakomum milli ára á Hótel Núpi í Dýrafirði. „Við erum að klára okkar fjórða sumar en miðað við sumarið í fyrra er 30% aukning," segir Sigurður Arnfjörð hótelstjóri. Hann segir enn vera nóg að gera á hótelinu þó hefðbundið ferðamannatímabil sé liðið. „Um hundrað manns eru nú staddir hérna á kennaraþingi og von er á 150 eldri borgurum á töðugjöld á sunnudagskvöld og allar helgar nema tvær pantaðar fram að jólum." Sigurður segir að aðsóknin verði betri með hverju ári og tímabilið alltaf að lengjast fram á haustin.

„Jólahlaðborðin bjarga líka miklu en ef við myndum ná að fylla þessar tvær helgar sem upp á vantar værum við með stórar helgar alveg fram að jólum. Við höfum fengið Benna Sig úr Bolungarvík til að vera veislu- og skemmtistjóra auk þess sem hljómsveitin hans spilar fyrir dansi að borðhaldi loknu. Við ætlum því ekki að vera neitt minni en í fyrra þegar við vorum með 500 manns í jólahlaðborði. Við stefnum á 600 núna en það er þriðjungur þeirra sem fara út að borða á jólahlaðborði á Vestfjörðum á hverju ári."

 

Núpsverjar ætla sér stóra hluti fyrir næsta sumar en síðla vetrar verður farið í framkvæmdir við hótelið. „Við ætlum að setja upp tvo stóra nuddpotta og saunaklefa utandyra. Þá munum við byggja pall í kringum þetta og setja upp útisturtur og sloppa á hvert herbergi. Þetta ætti að vera tilbúið næsta vor og þá munum við prufukeyra þetta næsta sumar. Síðan er planið að heilsársnotkun verði á þessari aðstöðu," segir Sigurður.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31