30% aukning hjá Hótel Núpi
„Jólahlaðborðin bjarga líka miklu en ef við myndum ná að fylla þessar tvær helgar sem upp á vantar værum við með stórar helgar alveg fram að jólum. Við höfum fengið Benna Sig úr Bolungarvík til að vera veislu- og skemmtistjóra auk þess sem hljómsveitin hans spilar fyrir dansi að borðhaldi loknu. Við ætlum því ekki að vera neitt minni en í fyrra þegar við vorum með 500 manns í jólahlaðborði. Við stefnum á 600 núna en það er þriðjungur þeirra sem fara út að borða á jólahlaðborði á Vestfjörðum á hverju ári."
Núpsverjar ætla sér stóra hluti fyrir næsta sumar en síðla vetrar verður farið í framkvæmdir við hótelið. „Við ætlum að setja upp tvo stóra nuddpotta og saunaklefa utandyra. Þá munum við byggja pall í kringum þetta og setja upp útisturtur og sloppa á hvert herbergi. Þetta ætti að vera tilbúið næsta vor og þá munum við prufukeyra þetta næsta sumar. Síðan er planið að heilsársnotkun verði á þessari aðstöðu," segir Sigurður.