A A A
  • 1953 - Matti Svenna
  • 1969 - Jónína Hrönn Símonardóttir
04.05.2012 - 09:49 | JÓH

Þingeyrarvefurinn á Facebook

Fjörðurinn fagri. Mynd: JÓH
Fjörðurinn fagri. Mynd: JÓH
Eins og lesendur Þingeyrarvefsins hafa eflaust tekið eftir, þá er búið að tengja vefsíðuna við samskiptasíðuna Facebook. Núna geta lesendur deilt fréttunum á Facebook með því að smella á "líkar þetta" og skrifað athugasemdir sem munu birtast á "vegg" viðkomandi. Auk þess er Þingeyrarvefurinn kominn með síðu á Facebook sem er einfaldlega að finna undir sínu heiti. Sú síða er enn í vinnslu en ætlunin er að birta þar valdar fréttir af thingeyri.is, myndir úr firðinum fagra og fleiri skemmtilegheit.
04.05.2012 - 00:04 | Tilkynning

Dagur harmonikunar í Félagsheimilinu

Harmonikukarlarnir. Mynd: Páll Önundarson.
Harmonikukarlarnir. Mynd: Páll Önundarson.
Höldum upp á harmonikudaginn laugardaginn 5. maí í Félagsheimilinu á Þingeyri. Harmonikutónar, söngur og dans. BMW gengið (Baldur, Magnús og Villi Valli) mætir á staðinn. Kvenfélagskonur verða með kaffi og rjómavöflur. Dagskráin hefst kl. 15.00 og stendur til kl. 17:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Harmonikukarlarnir, Lóa & Líni.

03.05.2012 - 23:46 | JÓH

Vestfirska forlagið stofnar rafbókadeild

Þjóðsögur og gamanmál að vestan verða sennilega fyrstu rafbækurnar sem koma frá Vestfjörðum innan skamms.
Þjóðsögur og gamanmál að vestan verða sennilega fyrstu rafbækurnar sem koma frá Vestfjörðum innan skamms.
« 1 af 2 »
Vestfirska forlagið á Brekku í Dýrafirði hefur nú ákveðið að stofna sérstaka rafbókadeild. Er fyrirhugað að setja sem flestar af eldri bókum forlagsins á rafbækur til að þjónusta þá lesendur sem þess óska og vilja fylgjast með þróuninni á því sviði. Eins og mörgum er kunnugt er mjög einfalt að tileinka sér rafbókatæknina. Menn kaupa sér lesara, sem yfirleitt kosta á bilinu 25-30 þúsund krónur og síðan rafbækur að vild, en verð á þeim er misjafnt, allt frá 4000- 5000 krónum niður í 800- 900 krónur og jafnvel minna. Öll viðskipti með rafbækur fara fram á Netinu á rafrænan hátt eins og nafnið bendir til. Þetta er vistvænn og hagkvæmur kostur.

 

Guðrún Steinþórsdóttir á Brekku verður deildarstjóri hinnar nýju rafbókadeildar Vestfirska forlagsins, en Nina Ivanova mun sjá um allt umbrot og tæknivinnu á rafbókum forlagsins, en hún hefur í nokkur ár séð um umbrot á mörgum útgáfubókum þess. Eiginmaður Nínu, Ómar Smári Kristinsson, verður aðstoðarmaður hennar svo sem verið hefur.

26.04.2012 - 15:45 | JÓH

„Dýrðlingar að vestan“

Hljómsveitin Klysja á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Mynd: Ágúst Atlason
Hljómsveitin Klysja á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Mynd: Ágúst Atlason
Hljómsveitin Klysja hefur fengið verðskuldaða athygli eftir glæsilega frammistöðu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fór um páskana. Hljómsveitin birti sitt fyrsta myndband á Youtube.com í dag við lagið Man On the Moon. Tvö önnur myndbönd frá hljómsveitinni eru væntanleg á morgun og auk þess er plata í vinnslu sem kemur út í haust. Söngvari hljómsveitarinnar er Arnar Logi Hákonarson, 17 ára Dýrfirðingur, og sonur Hákonar Kristjánssonar og Jónínu Hrannar Símonardóttur. Arnar Logi hefur sungið með Klysju frá því um haustið 2011 en hljómsveitin hafði þá verið starfandi í tæpt ár. „Þetta var eiginlega bara þannig að strákarnir hringdu í mig síðasta sumar og spurðu hvort ég væri ekki til í að söngla í míkrafóninn meðan þeir spiluðu undir. Þeim vantaði söngvara"....
Meira
26.04.2012 - 10:53 | JÓH

Vortónleikar karlakórsins Ernis

Karlakórinn Ernir. Mynd: www.ernir.it.is
Karlakórinn Ernir. Mynd: www.ernir.it.is
Karlakórinn Ernir heldur sína árlegu vortónleika í Félagsheimilinu, sunnudaginn 29. apríl kl. 17:00. Aðgangseyrir er 1500 kr. og er dagskráin að vanda bæði fjölbreytt og skemmtileg. Undirleik annast Margrét Gunnarsdóttir en stjórn kórsins er í höndum Beata Joó. Kórinn mun einnig halda tónleika í Félagsheimilinu í Bolungarvík fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00, og í Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 1. maí kl. 17:00.
Frá vinstri: Óskar Pétursson, Sigurður Friðfinnsson og harmonikkubræðurnir Andri Snær og Bragi Fanna frá Höfn í Hornafirði. Mynd: SF.
Frá vinstri: Óskar Pétursson, Sigurður Friðfinnsson og harmonikkubræðurnir Andri Snær og Bragi Fanna frá Höfn í Hornafirði. Mynd: SF.
Karlakór Sjómannaskólans úr Tækniskólanum vann Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór síðastliðið laugardagskvöld. Lagaval kórsins var viðeigandi en þeir sungu lagið Stolt siglir fleyið mitt, eftir Gylfa Ægisson. Alls eru um 40 manns í kórnum en þrír meðlimir hans eiga ættir sínar að rekja til Dýrafjarðar. Sigurður Friðfinnsson, einn Dýrfirðinganna, segir að ákveðið hafi verið strax í upphafi að taka keppnina traustum tökum og vanda vel til verksins, og því hafi kórstjórinn Þórhallur Barðason verið fenginn til að stýra hópnum. „Það var hápunktur vetrarstarfsins að taka þátt í Söngkeppninni og ekki verra að vinna hana. Þetta skapar góðan móral í skólanum, bæði meðal nemenda og kennara". Auk Sigurðar eru frændurnir Ingólfur Ágústsson og Óskar Pétursson einnig í kórnum en afi þeirra, Páll Hreinn Pálsson, er frá Þingeyri....
Meira
23.04.2012 - 14:43 | JÓH

Vinna að heimildarmynd um Þingeyri

Loralee Grace og Philip Carrel  Mynd: www.kickstarter.com
Loralee Grace og Philip Carrel Mynd: www.kickstarter.com
Ung hjón frá Bandaríkjunum, Philip Carrel og Loralee Grace, ætla að koma til Þingeyrar í byrjun júní og vinna að gerð heimildarmyndar um íbúa svæðisins. Á vefsíðunni www.kickstarter.com birta þau myndband þar sem þau lýsa verkefninu og óska eftir framlögum til að fjármagna vinnuna en framlögin verða meðal annars notuð til að borga fyrir flug frá Reykjavík til Ísafjarðar, upptökubúnað og kostnað við eftirvinnslu. Í myndbandinu segjast þau hafa ferðast um Ísland í fyrrasumar og hafa heillast af stórbrotinni náttúrunni og mannlífinu fyrir vestan. Þeim bauðst vinna í Simbahöllinni og ætla að standa vaktina þar í sex vikur í sumar, á milli þess sem þau taka viðtöl við Dýrfirðinga og ferðalanga fyrir heimildarmyndina. Myndbandið og nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.
22.04.2012 - 23:54 | JÓH

Ekki verra að byrja á toppnum

Karen Lind á Íslandsmótinu. Mynd: www.fitness.is
Karen Lind á Íslandsmótinu. Mynd: www.fitness.is
Dýrfirðingurinn Karen Lind Richardsdóttir bar sigur úr býtum á Íslandsmóti í módelfitness sem fór fram í Háskólabíói um páskana. Karen Lind sigraði í flokki kvenna undir 171 cm á hæð en alls kepptu áttatíu konur í fimm flokkum. Mótið var það stærsta sem haldið hefur verið í fitness á Íslandi frá upphafi en alls voru 160 keppendur í fitness, módelfitness og vaxtarækt skráðir til leiks. Mótið var jafnframt fyrsta fitnessmótið sem Karen Lind tekur þátt í. „Mig hefur langað til þess að keppa í fitness í mörg ár og ákvað að byrja núna á módelfitness. Það kveikti á keppnisskapinu hjá mér þegar ég var að skoða myndir frá móti sem var í nóvember svo ég ákvað að slá til". Karen Lind byrjaði að undirbúa sig fyrir keppnina í desember og segir að það sé mikilvægt að skipuleggja sig vel. „Aðalundirbúningurinn var að setja niður æfingaáætlun en kærastinn minn, Ríkharð Bjarni, var svo góður að gera það fyrir mig. Einnig þurfti ég að skipuleggja matarræðið vel, að borða nógu oft og hugsa um það hvað ég setti ofan í mig"....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31