A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
Horft í átt til Þingeyrar.
Horft í átt til Þingeyrar.
Thingeyri.is leitar enn eftir einstaklingum, heima og að heiman, til að vinna við vefinn. Þingeyrarvefnum hefur verið haldið úti frá árinu 2003 en frá árinu 2008 hefur Íþróttafélagið Höfrungur haft yfirumsjón með rekstri hans. Áhugi er fyrir að efla vefinn enn frekar en til þess væri gott að fá aðstoð. Það skal þó tekið fram að öll vinna við vefinn er, og hefur alltaf verið, unnin í sjálfboðavinnu en er einstaklega skemmtilegt starf. Áhugasamir sendi póst á thingeyri@thingeyri.is eða hringi í Jóhönnu í s. 862-1841
04.06.2012 - 18:36 | JÓH

Sýning á verkum úr dýrfirsku graníti

Verk Jóhanns. Mynd: www.grindavik.is
Verk Jóhanns. Mynd: www.grindavik.is
Síðastliðinn laugardag var sýning á verkum Jóhanns Dalbergs opnuð í auðlinda- og menningarhúsinu Kvikunni í Grindavík. Verkin vann hann úr graníti sem fannst í Dýrafirði en talið er að grjótið hafi borist hingað með lúðuveiðiskipunum fyrir um 150 árum síðan. Skipin þurftu á ballest að halda á siglingunni frá Ameríku og er talið að steinunum hafi verið kastað fyrir borð eða þeir jafnvel fluttir upp á land eftir því sem skipin fylltust af fiski. Sýning Jóhanns ber yfirskriftina Sjávarvættir og vísar í þær verur og vætti sem má sjá í steinunum. Jóhann var með sýningu á verkum sínum á Dýrafjarðardögum í fyrra en þar fékk hann eimmitt fyrsta dýrfirska granítsteininn sinn að gjöf, að því er kemur fram á vef Grindavíkurbæjar. Sýningin verður opin í Kvikunni allan júnímánuð.
03.06.2012 - 10:16 | JÓH

Sjómannadagurinn á Þingeyri

Smábátaeigendur bjóða upp á siglingu.
Smábátaeigendur bjóða upp á siglingu.
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Þingeyri í dag, eins og annars staðar á landinu. Dagskráin er sem hér segir:
Kl. 11:00 - Dagskráin byrjar á að vel valdir sjómenn bjóða fólki með sér í siglingu á smábátunum sínum.
Kl. 14:00 - Fjör á höfninni; tógaklifur, kappróður á körum og sjósundskeppni (ef næg þátttaka fæst). Bátur björgunarsveitarinnar Dýra verður einnig á siglingu. 
Kl. 15:00 Sjómannadagskaffi björgunarsveitarinnar Dýra í Stefánsbúð.
Kl. 17:00 Fótboltakeppni á gervigrasvellinum fyrir aftan Grunnskólann. 
Fjölmennum og höfum gaman saman!
31.05.2012 - 19:26 | JÓH

Travel Channel á Þingeyri

Tekin voru viðtöl við víkingana.
Tekin voru viðtöl við víkingana.
« 1 af 2 »
Síðastliðinn mánudag var tökulið frá bresku sjónvarpsstöðinni Travel Channel við upptökur á þættinum Ethical Hedonist á Þingeyri. Þátturinn fjallar um sjálfbæra ferðaþjónustu og því fara þáttastjórnendur um allan heim í leit að áhugaverðu efni. Víkingar höfðu reist tjöld á Víkingasvæðinu af þessu tilefni og sýndu sjónvarpsfólkinu meðal annars handverk sitt, spiluðu á hljóðfæri, börðu glóandi járn og skutu af bogum. Það var örlítill vindur í Dýrafirði þennan daginn og því var víkingaskipinu Vésteini einnig siglt inn fjörðinn fyrir sjónvarpsþáttinn. Þátturinn verður að öllum líkindum sýndur á Travel Channel í nóvember. Nokkar myndir frá deginum má sjá í albúminu.
30.05.2012 - 23:30 | Tilkynning

Þverganga Venusar fyrir sólu

Venus.
Venus.
Að kvöldi 5. júní og aðfaranótt 6. júní næstkomandi mun plánetan Venus ganga fyrir sólina. Þvergangan hefst klukkan 22:04 og tekur rúmar sex klukkustundir. Áhugamenn um stjörnufræði ættu því að fylgjast með þessum sjaldgæfa atburði, enda eru 235 ár þar til þetta sést aftur frá Íslandi. Félagsmenn Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness víða um land munu fylgjast grannt með þvergöngu Venusar. Á Þingeyri verður hægt að fylgjast með þvergöngunni með viðeigandi búnaði út við flugvöll. Hefst þvergangan kl: 22:04 en búnaðurinn verður uppstilltur aðeins fyrr. Hægt er að hafa samband við Jón Sigurðsson ef fólk vill vita meira í síma 8466397....
Meira
29.05.2012 - 17:21 | JÓH

Tónar og spjall í Simbahöllinni

Björgvin Gíslason. Mynd. www.bjorgvinsgislason.com
Björgvin Gíslason. Mynd. www.bjorgvinsgislason.com
Það verður nóg um að vera í Simbahöllinni næstu daga en kaffihúsið hefur opnað fyrir sumarið og verður nú opið alla daga frá kl. 12:00 - 18:00. Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 30.júní kl. 20:30, verður gítaristinn Björgvin Gíslason með tónleika á kaffihúsinu en hann er þessa dagana á ferðalagi um landið með bæði gítar og sítar. Björgvin mun meðal annars kynna indverskan sítar fyrir Dýrfirðingum, spjalla við gesti um indverska tónlist og spila eigin lög. Föstudaginn 1.júní kl. 21:00 verða svo tónleikar með þýsku hljómsveitinni September Leaves en nánari upplýsingar og tóndæmi frá hljómsveitinni er að finna hér. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og allir velkomnir!
sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir. Mynd: tru.is
sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir. Mynd: tru.is
Valnefnd í Þingeyrarprestakalli hefur ákveðið að leggja til að sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir verði skipuð í embætti sóknarprests í prestakallinu. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Alls sóttu sjö um embættið en einn dró umsókn sína til baka. Valnefndina skipa níu manns úr prestakallinu, auk sr. Agnesar M. Sigurðardóttur sem er prófastur í Vestfjarðarprófastsdæmi. Sr. Agnes vék sæti við valið en hún verður vígð til biskups Íslands í júní. Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir var eini umsækjandinn sem hafði hlotið vígslu til prests og starfað sem slíkur, en hún þjónaði Þingeyrarprestakalli í afleysingum í fjarveru sr. Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur.
Jóhanna Vigfúsdóttir. Mynd: www.siggalund.is
Jóhanna Vigfúsdóttir. Mynd: www.siggalund.is
Í nýjasta pistli Jóhönnu Vigfúsdóttur, á vefsíðunni www.siggalund.is, þakkar hún Jenna frá Þingeyri fyrir að hafa bjargað sér frá drukknun þegar hún slysaðist fram af bryggjunni aðeins 9 eða 10 ára gömul. Jóhanna var á hjóli þegar atvikið átti sér stað og í pistlinum lýsir hún upplifun sinni af slysinu. Hún endar pistilinn á orðum um að hún sjái eftir að hafa ekki þakkað Jenna almennilega fyrir lífsbjörgina, núna þegar hún væri orðin fullorðin. Umræddur Jenni er Dýrfirðingurinn Jens Jónsson, sonur Ebbu Gunnarsdóttur og Jóns Andréssonar. Hann starfaði sem sjómaður á Þingeyri þegar atvikið átti sér stað.
Eldri færslur
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31