A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
26.04.2012 - 15:45 | JÓH

„Dýrðlingar að vestan“

Hljómsveitin Klysja á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Mynd: Ágúst Atlason
Hljómsveitin Klysja á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Mynd: Ágúst Atlason
Hljómsveitin Klysja hefur fengið verðskuldaða athygli eftir glæsilega frammistöðu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fór um páskana. Hljómsveitin birti sitt fyrsta myndband á Youtube.com í dag við lagið Man On the Moon. Tvö önnur myndbönd frá hljómsveitinni eru væntanleg á morgun og auk þess er plata í vinnslu sem kemur út í haust. Söngvari hljómsveitarinnar er Arnar Logi Hákonarson, 17 ára Dýrfirðingur, og sonur Hákonar Kristjánssonar og Jónínu Hrannar Símonardóttur. Arnar Logi hefur sungið með Klysju frá því um haustið 2011 en hljómsveitin hafði þá verið starfandi í tæpt ár. „Þetta var eiginlega bara þannig að strákarnir hringdu í mig síðasta sumar og spurðu hvort ég væri ekki til í að söngla í míkrafóninn meðan þeir spiluðu undir. Þeim vantaði söngvara".

Hljómsveitin Klysja kom fyrst fram af alvöru á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður árið 2011. Síðan þá hafa þeir meðal annars komið fram á Roskilde festival Priksins og Den danske kro í Reykjavík, á Menningarhátíðinni og á hinum ýmsu viðburðum á Vestfjörðum. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir á aldrinum 16-17 ára, allir Vestfirðingar eða eins og þeir segja sjálfir á Facebook síðu sinni þá samanstendur hljómsveitin „af dýrðlingum að vestan". Arnar Logi er eini Dýrfirðingurinn en auk hans er Önfirðingurinn Benjamín Bent Árnason og Ísfirðingarnir Ísak Emanúel, Þormóður Eiríksson, Hákon Ari og Mateus Samson í hljómsveitinni.

Arnar Logi stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði og segir það mismikla vinnu að vera í hljómsveit samhliða námi. „Það getur verið vinna að vera í hljómsveit. Sérstaklega rétt fyrir „gigg" og svo kemur líka fyrir að maður þarf að fresta öðrum plönum en þetta er líka rosalega gaman". Skólavetrinum lýkur í næstu viku og þá fer Arnar Logi norður í land að vinna. Hann á ekki von á að koma mikið fram með hljómsveitinni í sumar af þeim sökum en þó er aldrei að vita. Hljómsveitin er með síðu á Facebook þar sem hún tekur á móti bókunum og þeir hafa verið önnum kafnir hingað til. „Við erum að huga að upptökum í ágúst og erum núna að vinna í að fjármagna plötuna og allt sem henni fylgir", segir Arnar að lokum.

Hægt er að skoða nýja myndbandið með Klysju hér, og fylgjast með hljómsveitinni á heimasíðu þeirra.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31