04.05.2012 - 00:04 | Tilkynning
Dagur harmonikunar í Félagsheimilinu
Höldum upp á harmonikudaginn laugardaginn 5. maí í Félagsheimilinu á Þingeyri. Harmonikutónar, söngur og dans. BMW gengið (Baldur, Magnús og Villi Valli) mætir á staðinn. Kvenfélagskonur verða með kaffi og rjómavöflur. Dagskráin hefst kl. 15.00 og stendur til kl. 17:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Hlökkum til að sjá ykkur!
Harmonikukarlarnir, Lóa & Líni.