A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf


Ómar Smári Kristinsson með Hjólabókina á ensku og íslensku.   Ljósm.:  www.vestur.is
.
Hjólabók Ómars Smára komin út á ensku
.

Hjólabókin eftir Ómar Smára Kristinsson er komin út á ensku hjá Vestfirska forlaginu á Þingeyri og heitir "The Biking Book of Iceland - Day trip cycle circuits - Part 1: The Westfjords". Nú er í óða önn verið að koma henni í hillur sölustaða vítt um land.

.
Eins og í íslensku útgáfunni er í þessari nýju bók lýst 14 mis-krefjandi dagleiðum sem liggja í hring. Fjölmargar litmyndir eru á sínum stað, sem og kortin og hinar gagnlegu upplýsingar um bratta, vegalengdir, drykkjarvatn, hættur og margt fleira. Það sem aðgreinir bækurnar snýr beint að tungumálinu; íslensku örnefnin eru útskírð. Í stað örnefnaskrár er komin íslensk-ensk "örnefnaorðabók". 

.
Höfundur Hjólabókarinnar, Ómar Smári, vinnur um þessar mundir hörðum höndum (öllu heldur fótum) við gerð næstu bókar, sem fjallar um dagleiðir á Vesturlandi, ætlaðar hjólreiðafólki. Sú bók mun koma út fyrir jólin 2012 og á ensku vorið 2013. Þannig mun útgáfan ganga koll af kolli, uns lýst hefur verið ákjósanlegum hjólreiðaleiðum hringinn í kringum landið.
.

Meðal hjólaleiða í bókinni er hringleið um innsta hluta Dýrafjarðar.
.

Af: www.vestfirska.is
.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31