21.06.2012 - 15:44 | EMT
Frábær Íþróttahátíð!
Íþróttahátíð Ísafjarðarbæjar og gesta frá Bolungarvík var haldin hér á Þingeyri í dag og voru allir sammála um að allt hafi gengið mjög vel. Um það bil 160 börn voru skráð til leiks og á milli 50-60 kennarar, foreldrar, vinnuskólaunglingar og aðrir velunnarar skólans sáu um að allt gengi að óskum. Boðið var uppá 20 skemmtilegar stöðvar af ýmsu tagi og að lokum var grillveisla á Víkingasvæðinu. Við viljum þakka gestunum fyrir komuna og öllum sem aðstoðuðu á einhvern hátt, sendum við kærar þakkir fyrir.
Heiðdís Birta Jónsdóttir sá um að taka myndir fyrir okkur.