A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
31.07.2012 - 09:19 | BIB

Bústnar vöfflur með leynibragði

Vöfflur verða til í Simbahöllini á Þingeyri.
Vöfflur verða til í Simbahöllini á Þingeyri.
« 1 af 5 »
Mikið sem það er skemmtilegt að búa á landi sem sífellt er hægt að sjá nýjar hliðar á. Líkt og fram kom í síðasta pistli mínum hélt ég fyrir tveimur vikum síðan á Vestfirði í fyrsta sinn á ævi minni. Verður að segjast að ég heillaðist algjörlega af þessu landsvæði. Firðirnir eru endalausir, fjöllin ótrúleg, náttúran almennt stórbrotin og þorpin falleg. Strikar þetta allt saman út fjallvegina sem mér þóttu á köflum einum of brattir.


Að öllu öðru ólöstuðu fannst mér standa upp úr að keyra út í Selárdal og skoða þar listaverk Samúels Jónssonar. Listamannsins með barnshjartað eins og hann er gjarnan kallaður. Samúel var bóndi í þessum afskekkta dal þar sem í næsta nágrenni bjó Gísli nokkur á Uppsölum. Skálavík, í grennd við Bolungarvík, stendur einnig upp úr. Friðsæll staður og kjörinn til að á og fá sér göngutúr um fjöruna. Af tjaldstæðum má helst nefna tjaldstæðið við Dynjanda sem er einmitt það sem maður vill á Vestfjörðum. Dálítið afskekkt, lítið og ekki fjölfarið. Kvöldsólin skartaði sínu fegursta og rammaði inn fossinn ægifagra sem rennur ótrúlega formfagur eftir bjarginu.

Svo verð ég nú að skjóta inn línu um vöfflurnar á Simbakaffi á Þingeyri. Bústnar með einhverju leynibragði sem var afar gómsætt og góður bolli af heitu súkkulaði með.


Á ferðum okkar skemmdi veðrið heldur ekki fyrir. Sólin skein í heiði og hitamælirinn sýndi vel upp undir 20 stig. Svona á þetta að vera á sumrin og um að gera að njóta frísins til að skoða landið sitt og kynnast því enn betur.


Sem áður sagði þóttu mér vegirnir á Vestfjörðum á köflum fremur brattir og beinlínis glæfralegir með augum Reykjavíkurbarns. Keyrsla um þá er þó algjörlega þess virði og margt að sjá fyrir vegfarendur. Þó vissulega skuli ökumaður ekkert gera annað en að horfa fram á veginn. Enda veitir ekki af.

Sunnudagsmogginn 29. júlí 2012 - María Ólafsdóttir

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31