31.08.2012 - 05:53 | BIB
Steinarr Höskuldsson á Golfmóti Önfirðinga
Golfmót Önfirðinga var haldið á Þorlákshafnarvelli sunnudaginn 26. ágúst sl.
Þátttaka var mjög góð eða um 40 manns. Meðal spilara voru nokkrir Súgfirðingar og Dýrfirðingurinn Steinarr Höskuldsson frá Þingeyri.
Önundarfjarðarmeistari í höggleik: Gunnlaugur Ragnarsson
Punktakeppni:
Konur: 1. sæti: Halla Leifsdóttir
2. sæti: Jóhanna B. Magnúsdóttir
3. sæti: Jakobína Sigtryggsdóttir
Karlar: 1. sæti Aðalsteinn Bragason
2. sæti Hjörtur Hjartar
3. sæti Hermann Guðmundsson
Sigurvegarar og aðrir í efstu sætum fengu veglega verðlaunagripi ásamt öðrum verðlaunum.
Þá voru dregin út verðlaun úr skorkortum þátttakenda og fengu allir verðlaun með þeim hætti.
Verðlaun gáfu; Vestfirska forlagið á Þingeyri, Landsbankinn og fleiri.